is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33283

Titill: 
  • Landlukt ríki í Afríku. Þróun í Botsvana og Mið-Afríkulýðveldinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um landlukt ríki í Afríku sunnan Sahara í samhengi við orðræðu í hagfræði og landfræði um áhrif landfræðilegrar staðsetning á þróun ríkja. Botsvana og Mið-Afríkulýðveldið eru meðal 16 landluktra ríkja í Afríku og er þróun í þeim borin saman frá brotthvarf nýlenduveldanna á 6. áratug, 20. aldarinnar. Löndunum hefur vegnað misvel frá sjálfstæði og er markmið ritgerðarinnar að greina hvaða þættir hafa leitt til þess að í dag er Botsvana eitt þróaðasta ríki Afríku, á mælikvarða um þjóðartekjur á mann, á sama tíma og Mið-Afríkulýðveldið er eitt það minnst þróaða á mörgum mælikvörðum. Unnið er með ýmsar heimildir, bæði skýrslur alþjóðastofnana og fræðirit. Helstu niðurstöður eru þær að margir aðrir þættir en landfræðileg staðsetning hefur mótað þróun í ríkjunum frá sjálfstæði. Stjórnunarhættir, átök þjóðernishópa, meðhöndlun náttúruauðlinda, svæðisbundin samtök ríkja og arfleifð nýlendutímans eru m.a þættir sem hafa mótað þróunina. Bretar ríktu yfir því svæði sem nú er Botsvana og Frakkar á landsvæði Mið-Afríkulýðveldisins og stjórnuðu þessum nýlendum á ólíkan hátt. Bæði ríkin tóku við fátæklegu búi við sjálfstæði og eru rík af náttúruauðlindum. Demantar hafa leikið stórt hlutverk í efnahag ríkjanna, en aðeins Botsvana hefur náð að nýta sér þá verðmætu auðlind til framfara í samfélaginu, á meðan átök í Mið-Afríkulýðveldinu hafa hamlað þróun.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses landlocked countries in sub-Saharan Africa in the context of the rhetoric of economics and geographic on the impact of geographical location on state development. Botswana and the Central African Republic are among the 16 landlocked countries in Africa and their development is compared from the decolonization of Africa in the 1960s. Since independence, the countries have progressed differently, and the aim of this thesis is to analyze which factors have led Botswana to become one of Africa's most advanced countries, per capita GDP, whereas the Central African Republic has been one of the least developed. This is done by analyzing various reports from international organizations. The main conclusion is that many other factors than geographical location have shaped the development of the countries since gaining independence; instead, factors such as governance, ethnic group conflict, handling of natural resources, territorial organizations of the colonies and the heritage of the colonial times have shaped their development. While Botswana was a British protectorate in the 1960s, the French seized and colonized territories of the Central African Republic – and the two empires governed the colonies in different ways. After declaring independence both countries were economically underdeveloped, but rich in natural resources. Since then, diamonds have played a major role in the countries’ economy, but only Botswana has exploited that valuable resource for social progress, while conflicts in the Central African Republic have hindered development.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sverrir Hemannsson_BS20191.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingsh.pdf145.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF