is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33288

Titill: 
  • Áhrif hitastigs á örveruhópa í hraungambra (Racomitrium lanuginosum)
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Mosar eru áberandi víða um heim og eru mikilvægir fyrir mörg vistkerfi. Þykk mosalög spila stórt hlutverk í að stjórna flæði orku og efna á milli andrúmslofts og jarðvegs. Mosalög ásamt þeim lífverum sem í þeim lifa skapa vistkerfi sem kallast „mosahjúpur“ (bryosphere). Í mosahjúpnum finnast margar lífverur, t.d. ýmsar tegundir smádýra, sveppir og blágrænar bakteríur. Saman mynda þessir hópar fæðuvef. Samband mosa og sveppa hefur lítið verið rannsakað en þeir geta gegnt ýmsum hlutverkum í vistkefi mosahjúpsins svo sem verið sjúkdómsvaldar, sníkjuverur eða grotverur. Samband mosa og blágrænna baktería hefur svolítið verið skoðað. Bakteríurnar stunda ljóstillífun, auk þess að binda mikið magn köfnunarefnis og gera það aðgengilegt fyrir aðrar lífverur. Loftslagsbreytingar eru sífellt að verða alvarlegra umræðuefni og er óttinn gagnvart þeim alltaf að aukast þar sem áhrif þeirra á vistkerfi geta verið margvísleg. Til að rannsaka áhrif hitastigs á þessa örveruhópa í mosa var sjö sýnum af hraungambra (Racomitrium lanuginosum) safnað innan Þingvallaþjóðgarðsins, sýnunum var skipt í tvennt og fór annar helmingur í 8°C hitaklefa og hinn helmingurinn í 20°C hitaklefa. Eftir tvo mánuði var svo öllum sýnunm skipt í tvennt, efri hluta og neðri hluta. Tilgangurinn var að athuga hvort munur var á samfélagsbyggingu eftir mosapörtum. Aukið hitastig hafði jákvæð áhrif á fjölda sveppa á meðan það sýndi leitni í sömu átt hvað blágrænu bakteríurnar varðar. Mikill munur var á fjölda blágrænna baktería milli mosaparts og fundust þær nær eingöngu á efri hluta mosans á meðan mosapartur hafði lítil áhrif á sveppina. Greinilegt er að aukið hitastig hefur áhrif á ýmsar lífverur og vistkerfi sem getur raskað jafnvægi þessa vistkerfis.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-lokaskil.pdf764.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirl.pdf214.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF