is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3330

Titill: 
  • „Þú veist aldrei hverju þú átt von á.“ Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umræðan um áfengis- og vímuefnavanda íslenskra unglinga hefur verið fyrir-ferðamikil undanfarin ár og er það ekki að ástæðulausu. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að yfir 60% unglinga á aldrinum 18 - 20 ára á Íslandi hafa verið boðin fíkniefni. Hlutverk foreldra í lífi unglinga skiptir einnig miklu máli hvað varðar vímuefnaneyslu. Sterkt samband er á milli vímuefnaneyslu unglinga og heimilisaðstæðna þeirra og hafa niðurstöður rannsókna leitt í ljós að samvera unglinga og foreldra dregur úr líkum á því að unglingar neyti vímuefna.
    Hér á eftir fer umfjöllun um vímuefnanotkun unglinga og hvernig foreldrar upplifa og takast á við vímuefnavanda barna sinna. Ritgerðin er tvíþætt, annars vegar er heimildaritgerð um áfengis- og vímuefnamál á Íslandi, flokkun vímuefna, einkenni vímuefnaneyslu og helstu áhættuþætti unglinga. Og hvað foreldrar á Íslandi vita um vímuefni, gerð þeirra og virkni, orsakir og afleiðingar þeirra. Hins vegar er svo um að ræða eigindlega rannsókn á upplifun foreldra barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Rætt var við fimm foreldra um upplifun þeirra á vímuefnavanda barna sinna og var skoðað hvernig þeir tóku á þeim vanda, hvernig það ferli hófst og hvernig líðan þeirra var á meðan því stóð.
    Upplifun foreldra barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða er á margan hátt mjög lík. Foreldrar gerðu sér allir grein fyrir áhrifum og afleiðingum sem vímuefnaneysla getur haft. Í rannsókn þessari kom í ljós að félagslegir erfiðleikar unglinga virðast hafa mikil áhrif á það hvort unglingar ánetjast vímuefnum eða ekki. Að sögn foreldranna hefur ýmiskonar togstreita verið á vegi þeirra og þeir þurft að finna sér leiðir til að yfirstíga þær með misjöfnum árangri. Einnig kom í ljós að stuðningur er mikilvægur til að styrkja og styðja foreldranna í gegnum ferlið.

Samþykkt: 
  • 5.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daniella_Gisladottir_fixed.pdf350.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna