is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33302

Titill: 
  • Umfang netvanda og skjátíma barna í 10. bekk á Íslandi: Tengsl við hreyfingu, líkamsþyngd, svefn, líðan, hegðun og frammistöðu í námi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu áratugum hefur verið mikil aukning á notkun á netinu, snjallsímum, tölvum og fleira. Mikilvægt er að skoða jákvæð og neikvæð áhrif sem þessi aukna notkun hefur á núverandi kynslóð. Netvanda má skilgreina sem safn af einkennum sem lýsir sér sem óhóflegum áhyggjum sem einstaklingur á erfitt með að stjórna sem tengjast tölvu og netnotkun. Netvandi er oft metin með DSM-5 greiningarviðmiðum spilafíknar. Almennt er talið erfitt að meta netvanda þar sem netnotkun er oft stór partur af lífi einstaklinga til dæmis vegna atvinnu og einkanota. Í fjölmörgum ríkjum hefur netvandi verið talið sem lýðheilsuvandi. Rannsóknir á tíðni netvanda hafa sýnt að um 4,6-18,4% einstaklinga eiga við netvanda að stríða. Til að meta hugsanlegan netvanda, tengsl netnotkunar við heilsutengda þætti og skjátíma voru þrír spurningalistar lagðir fyrir 76 börn og foreldri/forsjársaðila þeirra í 10. bekk á Íslandi. Einn spurningalisti mat netvanda (Internet Addiction Test) og tveir matslistar snéru að heilsutengdum þáttum og skjátímanotkun. Niðurstöður leiddu í ljós að heildar skjátími hjá 30% barna var sex klukkustundir eða lengri, en jókst í 45% um helgar. Samkvæmt viðmiðum höfundar á túlkun skora IAT listans má segja að 52,6% barna sýndu venjulega netnotkun, 33% barna með vægan vanda, 15,8% flokkast með vanda í meðallagi og aðeins 1,3% mættu teljast eiga við alvarlegan netvanda að stríða - samkvæmt mati foreldra. Á heildina litið mátu börn vanda sinn minni en mat foreldra gaf til kynna. Samræmi milli sjálfsmats barna og svara foreldra var slakt á spurningum IAT listans. Tengsl fundust milli netvanda og ýmissa heilsutengdra breyta, svo sem slæmra svefngæða, vanlíðan, árásarhegðunar og hegðunarerfiðleika. Ekki fundust tengsl milli netvanda og námserfiðleika. Mikilvægt er því að gera grein fyrir bæði neikvæðum og jákvæðum afleiðingum netnotkunar. Fræðsla og forvarnarstarf er nauðsynlegur þáttur í samfélagi eins og okkar sem býr við hraðar tæknibreytingar.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
netvandi_skjatimi_hulda_sesselja.pdf838.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_hulda_sesselja.jpg58.91 kBLokaðurYfirlýsingJPG