is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33321

Titill: 
  • Upplifun og viðhorf erlendra notenda til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu: Framtíðarmöguleikar Strætós bs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið áberandi í umræðunni á undanförnum árum. Áætlað er að byggja upp bætt samgöngukerfi með lagningu borgarlínu, kerfi hraðvagna á sérakgreinum sem ekki verða heftar af bílaumferð. Markmið þessarar rannsóknar var hins vegar að fá innsýn í kosti og ókosti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu að mati erlendra íbúa hér á landi. Jafnframt var horft til annarra þátta
    eins og upplifunar og viðhorfs þeirra til ýmissa atriða, eins og tíðni ferða, verðs og gæða strætisvagna og áhrifa almenningssamgangna á loftslagsbreytingar, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð, þar sem stuðst var við fyrirbærafræðilega nálgun. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga, sem hafa annað hvort dvalist sem ferðamenn á Íslandi, eða hafa flust til Íslands á allra síðustu árum. Fræðilegi hluti þessarar ritgerðar var einkum unninn út frá ritrýndum heimildum um almenningssamgöngur, erlendum sem íslenskum. Einnig var litið til samgöngustofnana og vefsíðu Strætó. Helst var lögð áhersla á mikilvægi almenningssamgangna fyrir samfélög, tengsl samgangna og ferðaþjónustunnar, áhrifa almenningssamgangna á loftslagsbreytingar og viðhorfa erlendra íbúa til þessa samgöngumáta. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun og viðhorf erlendra íbúa til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sé afar fjölbreytt, en í megindráttum eru þeir sammála um að margt mætti betur fara. Sem dæmi voru viðmælendur sammála um neikvæða þætti eins og hátt verð, vöntun á posum, þá staðreynd að ekki er gefið til baka og skort á áreiðanleika. Viðmælendur voru þó almennt sammála um jákvæða þætti eins og þægindi, öryggi og áhrif almenningssamgangna á loftslagsmál.

  • Útdráttur er á ensku

    Public transportation in the capital area of Iceland has been discussed considerably in recent years. The plan is to build an improved transportation system with so-called Borgarlína (e. city line), a system of express buses on seperate lanes which will not be affected by surrounding car traffic. However, the main objective of this research is to get an insight into the pros and cons of public transportation in the capital area of Iceland, according to the views of foreign inhabitants in present times. Accessibility, attitude towards the frequency of trips, price, quality and the impact of public transportation on climate change was amongst things that were considered. The research was built on qualitative interviews, based on a phenomenological approach. Four foreigners were interviewed who either currently live in Iceland or have lived there in recent years. The theoretical part of this thesis is mostly taken from reviewed foreign references regarding public transportation, the website of Strætó and transportation institutions, foreign as well as Icelandic. The main emphasis was put on the importance of public transportation for societies, the impact of public transportation on climate change and the attitude of foreign inhabitants on public transportation. The conclusion of this research suggests that the attitude and experience of foreign inhabitants towards public transportation in the capital area of Iceland is very diverse, but broadly foreigners agree that many things could be improved. Interviewees agreed about negative aspects like high price, the absence of card machines, the fact that change is not given to customers and lack of reliability to name a few. Interviewees agreed as well about positive factors like comfort, safety as well as their view of the impact of public transportation on climate change.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun og viðhorf erlendra notenda til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf47.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF