is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33323

Titill: 
 • Greining og lýsing tveggja nýrra stofna hitakærra baktería
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tveir stofnar baktería voru einangraðir úr sýnum teknum úr heitum lækjum í Grændal, í
  vettvangsferð á vegum námskeiðsins Örverufræði II haustið 2018. Stofnarnir voru nefndir
  White Knight og LM3 og bráðabirgðagreiningar á 16S rRNA genum bentu til þess að um
  nýjar tegundir af ættkvíslum Aneurinibacillus og Meiothermus væri að ræða. White Knight
  myndaði hvítar kringlóttar þyrpingar og frumur voru staflaga, oft með miðlæg gró. LM3
  myndaði litlar rauð-appelsínugular þyrpingar, með slikju sem kom út frá þeim og útlit
  frumna var fjölbreytt. Vegna breytileika í útliti á frumum og þyrpingum er líklegt að ekki
  hafi tekist að hreinrækta stofn LM3. Hitastigsbil sem vöxtur fór fram á voru könnuð fyrir
  báða stofnana og auk þess hvort katalasa-eða oxidasavirkni væri til staðar. Geta White
  Knight til að vaxa við mismunandi saltstyrk og með mismunandi kolefnisgjafa var einnig
  könnuð auk þess hve vel hann vex við mismunandi hitastig. Einnig var hreyfigeta frumna
  White Knigth athuguð, hvort þær afoxuðu nítrat og næmni þeirra gagnvart sýklalyfjum.
  DNA var einangrað úr báðum stofnum og 16S rRNA gen mögnuð upp. Ekki tókst að
  raðgreina nema hluta af 16S rRNA geni White Knight, en það sem náðist benti til skyldleika
  við Aneurinibacillus aneurinilyticus. Stærri bútar náðust fyrir LM3 og bentu þær til
  skyldleika við Meiothermus ruber. Erfðafræðilegur og svipgerðarmunur milli stofna og
  nánustu ættingja þeirra var nægur til að færa megi rök fyrir því að um tvær nýjar tegundir sé
  að ræða.

Samþykkt: 
 • 29.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúið.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kvittun.pdf113.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF