is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33326

Titill: 
  • Hamlandi áhrif hraungambra á lífsskilyrði túnvinguls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margar æðplöntur framleiða og gefa frá sér bæliefni (e. allelochemicals) sem nýtist þeim gegn sníkjudýrum og í samkeppni við aðrar plöntur. Bæliefnin eru efnasambönd sem hamla vöxt og lifunarmöguleika þeirra lífvera sem verða fyrir þeim. Mosar (e. bryophytes) eru algengar lágplöntur á Íslandi og mikilvægir í vistkerfum landsins. Við vissar aðstæður eins og á hraunum og á rýru landi verða mosar stundum einráðir og því vakna spurningar um hvað veldur og hvort bæliefni eigi einhvern þátt í því. Rannsóknir á bælilífi (e. allelopathy) meðal mosa hafa gefið misvísandi niðurstöður; á meðan sumar rannsóknir styðja fyrirbærið bælilíf hjá mosum eru aðrar rannsóknir sem sýna fram á hið gagnstæða. Í þessari rannsókn er leitast við að kanna bælilíf hjá mosanum hraungambra (Racomitrium lanuginosum), og er því sett fram sú tilgáta að tegundin hafi hamlandi áhrif á lífskilyrði æðplöntunnar túnvingull (Festuca richardsonii). Til þess að prófa tilgátuna um bælilíf hjá hraungambra, var túnvingull ræktaður annars vegar í jarðvegi undan mosanum eða í viðmiðunarjarðvegi sem kom ekki undan mosa. Einnig voru könnuð áhrif vökvunar með mosakrafti á lífsskilyrði
    túnvinguls. Til að meta hugsanleg áhrif bæliefna frá mosanum á túnvingul voru mæld áhrif jarðvegs og mosakrafts á spírun og vöxt æðplöntunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að jarðvegurinn undan hraungambra hafði marktæk hamlandi áhrif á spírun túnvinguls en ekki á vöxt plöntunnar. Áhrifin af mosakraftinum voru ekki eins skýr og af jarðvegsgerðinni, en hann hafði samt hamlandi áhrif á rótarvöxt túnvinguls. Þótt niðurstöðurnar gefi vísbendingu um að mosinn gæti gefið frá sér bæliefni, er ekki hægt að fullyrða það nema eftir frekari rannsóknir til að auðkenna undirliggjandi orsakaþætti.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_rannsoknarverkefni_KV_2019_Loka (1).pdf1,88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Katrín.jpeg581,73 kBLokaðurYfirlýsingJPG