is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3333

Titill: 
  • „En þetta var geggjað fólk!“ SÚM hópurinn og samfélagið á sjöunda áratug síðustu aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að SÚM hópnum og því samfélagi sem hann er sprottinn úr. Ritgerðin skiptist í þrjá hluta, en fyrsti hluti ritgerðarinnar beinist að samfélaginu og reynt að varpa ljósi á það andrúmsloft sem hér ríkti á sjöunda áratug síðustu aldar til að skýra forsendur að baki SÚM. Í fyrri undirkaflanum er farið yfir þau málefni sem voru efst á baugi í þjóðlífinu á þessum tíma og höfðu mörg hver með beinum eða óbeinum hætti áhrif á efnistök SÚM. Í seinni kaflanum er farið yfir stöðu lista- og menningarmála og sjónum beint að þeim íhaldssömu öflum sem höfðu ríkjandi áhrif á þau mál hér á landi. Sú umfjöllun nær bæði yfir bókmenntir, myndlist, leiklist og tónlist.
    Í öðrum hluta eru ný viðhorf kynnt til sögunnar og í fyrsta undirkafla fjallað um helstu nýframúrstefnuhreyfingar í Evrópu og Bandaríkjunum og litið í nokkrar fræðigreinar þar að lútandi. SÚM hópurinn er settur í samhengi við þær kenningar sem þar koma fram og leitast við að finna skyldleika SÚM við erlendar stefnur. Í öðrum undirkaflanum er farið yfir viðtökur íslensks menningarlífs og samfélags og þá gagnrýni sem SÚM og nýframúrstefnan hlaut hér á landi. Í þeim þriðja er fjallað um hvernig þjóðfélagið var gagnrýnt með ýmsum hætti í bókmenntum, myndlist og leiklist og hvernig listgreinarnar sameinuðust í viðleitni sinni til að breyta samfélaginu.
    Þriðji hluti ritgerðarinnar er helgaður SÚM. Fyrri undirkaflinn rekur sögu SÚM og byggist sá kafli að miklu leyti á óútgefnum gögnum félagsins, svo sem fundargerðum og bréfum. Síðari kaflinn fjallar um nokkra listamenn félagsins og eru fáein listaverk þeirra frá SÚM-árunum tekin til greiningar, einkum út frá gagnrýni á samfélagið. Því er einnig lýst hvernig þessi íslenska nýframúrstefnulist tengist helstu erlendu stefnunum.
    Ummæli föður míns, Óskars Magnússonar á bls. 10 í ritgerðinni eru fyrirmyndin að titli hennar, en orðrétt stendur: „Já, en Eyrún, þetta var geggjað fólk!“

Samþykkt: 
  • 5.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrun_Oskarsdottir_forsida_fixed.pdf56.03 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Eyrun_Oskarsdottir_titilsida_fixed.pdf33.06 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Eyrun_Oskarsdottir_agrip_fixed.pdf39.79 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Eyrun_Oskarsdottir_fixed.pdf390.2 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna