is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33331

Titill: 
  • „Bakgarðurinn okkar“. Tengsl íbúa Rangárþings ytra við Friðland að Fjallabaki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Landslag og einstaklingar verka á víxl á margvíslegan hátt en sambandið þeirra á milli
    hefur ekki fengið nægilega athygli í gegnum tíðina. Með uppgötvun á mikilvægi landslags fyrir lífsgæði einstaklinga hefur landslag verið að ryðja sér til rúms í vísindum og stefnumótun. Í þessari ritgerð er sambandið á milli þessara tveggja þátta sett í samhengi en viðfangsefnið er tengsl íbúa Rangárþings ytra við Friðland að Fjallabaki. Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um Friðland að Fjallabaki í almennum skilningi sem og samband almennings og landslags út frá umfjöllun um Evrópusamninginn um landslag og hugtakið landslagstengd sjálfsmynd. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem eru ýmist uppaldir í sveitarfélaginu og/eða búsettir þar í dag. Í ljós kom að tengsl íbúa Rangárþings ytra við friðlandið eru merkingarbær. Þau eru grunnurinn að því að friðlandið hefur ákveðna merkingu fyrir sjálfsmynd íbúa sem og meginrökin fyrir því að þeir ættu að eiga rétt í ákvarðanatöku um svæðið. Niðurstöður rannsóknarinnar renna stoðum undir þá ályktun að sveitarfélög og stofnanir mega ekki líta framhjá tengslum íbúa við svæði líkt og Friðland að Fjallabaki í skipulagsmálum. Með samvinnu meðal sveitarfélaga og/eða stofnana við íbúa er hægt ná fram niðurstöðum sem stuðla að sem bestum árangri fyrir samfélagið í heild sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Landscape and people interact with each other in a variety of ways, but the relationship between them has lacked attention over the years. By discovering the importance of landscapes for the quality of life, landscapes have been clearing the way in science and policy making. In this thesis, the relationship between these two factors is put in context, but the subject of this essay is the connection that the inhabitants of Rangárþing ytra have with Friðland að Fjallabaki (The Fjallabak Natural Reserve). The theoretical basis of the research covers discussion about Friðland að Fjallabaki in a general sense, as well as the relationship between the general public and landscape based on a discussion of the European Landscape Convention and the concept of landscape identity. A qualitative research was conducted where four individuals who were raised in the municipality and/or live there today, were interviewed. The results indicate that the connection between the inhabitants of Rangárþing ytra and Friðland að Fjallabaki is meaningful. The connection is the basis for that the nature reserve has a specific meaning for their self-image, and is as well the main reason why they should be entitled to the decision-making of the area. It was also indicated that the results of the study underpin the conclusion that municipalities and institutions should not ignore the connection between residents and areas such as Friðland að Fjallabaki in planning activities. By cooperating with the local authority, results can be achieved that contribute to the best outcome for the community.

Samþykkt: 
  • 29.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Bakgarðurinn okkar“ - Karen Engilbertsdóttir.pdf899,13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna - Karen Engilbertsdóttir.pdf46,13 kBLokaðurYfirlýsingPDF