Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33335
Athyglisbrestur með ofvirkni er taugaþroskaröskun sem kemur fram í barnæsku. Röskunin getur haft mikil áhrif á líf barna. Því er mikilvægt að skima fyrir ADHD einkennum hjá börnum sé grunur um röskunina og grípa inní með meðferðum sé hún til staðar. Skimun fer þannig fram að spurningalistar á borð við Ofvirknikvarðann (Guðmundur Skarphéðinsson, 2012) eru lagðir fyrir tvo matsmenn, oftast foreldra og kennara. Þrátt fyrir það þá eru sterkar vísbendingar um að misræmi sé á milli matsmanna í mati þeirra á einkennum ADHD. Í þessari rannsókn var Ofvirknikvarðinn
lagður fyrir foreldra og kennara 400 barna í átta grunnskólum á höfuðborgasvæðinu. Af þessum 400 voru 179 strákar (44,8%) og 221 stelpur (55,3%). Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort misræmi milli matsmanna væri til staðar og áhrif kyns á það. Einnig var athugað hvaða áhrif starfsreynsla kennara og menntunarstig mæðra og feðra hefði á mat þeirra á ADHD einkennum barnanna. Niðurstöður sýndu að misræmi milli foreldra og kennara var til staðar en þrátt fyrir það var munurinn ekki
eins mikill og búist var við miðað við fyrri rannsóknir. Þegar skoðað var áhrif kyns kom í ljós að meira misræmi var hjá matsmönnum þegar þeir voru að meta einkenni stráka en einkenni stelpna. Starfsreynsla kennara hafði áhrif en þeir kennarar sem höfðu 6 – 10 eða 11 – 15 ára starfsreynslu höfðu tilhneigingu til þess að meta börnin með fleiri einkenni ADHD en kennarar sem höfðu starfsreynslu sem spannaði 21 ár eða meira. Menntun foreldra hafði einnig áhrif en foreldrar sem höfðu lokið grunnskólamenntun mátu börnin sín með fleiri einkenni ADHD en foreldrar sem lokið höfðu háskólamenntun. Það virðist því vera að mörg mismunandi atriði hafi áhrif á mat foreldra og kennara á ADHD einkennum barna.
Attention-deficit hyperactivity disorder is a neurodegenerative disorder which can be traced to early childhood. The disorder can have a big impact on a child’s life. Consequently, it is important to look out for signs of the disorder early and start treatment as soon as possible. Screenings for ADHD symptoms in children are frequently done with rating scales, such as The ADHD Rating Scale – IV (DuPaul, Power, Anastopoulos, & Reid, 1998), which is based on the ratings of more than one adult, usually the parent and the child’s main teacher. However, there is considerable evidence in support of informant discrepancies in the assessment of ADHD symptoms based on such scales. In the current research, teachers and parents of 400 children from eight schools in the Icelandic capital area answered The ADHD Rating Scale – IV questionnaire. Out of these 400 children there were 179 boys (44,8%) and 221 girls (55,3%). The main objective was to assess possible informant discrepancies between parents and teachers and to explore potential factors that influence assessments of ADHD symptoms, such as the child’s gender, the teacher’s work experience and the parent’s level of education. The results revealed significant informant discrepancy between the assessment of parents and teachers, although the discrepancy was considerably smaller than expected when compared to previous research on the topic. There was also a higher disagreement between informants when assessing boys than girls. The teacher’s years of teaching experience also had influence on their assessment, as those with 6 - 10 and 10 - 15 years of experience gave the children a higher score on the test than those with 21+ years of experience. The parents’ level of education also influenced the assessment as parents with an elementary school degree tended to assign their children with higher scores compared to parents with a university degree. The results indicate that multiple elements influence the assessment of ADHD symptoms in children by parents and teachers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heiddis_saeros_BS_verk_lokauppkast-1.pdf | 806.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing BS.pdf | 1.71 MB | Lokaður | Yfirlýsing |