is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33336

Titill: 
  • Markaðsgreining afþreyingarferðaþjónustu á Egilsstöðum og nágrenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og er í dag orðin stærsta útflutningsvara landsins. Egilsstaðir hafa notið góðs af þessari gríðarlegu fjölgun ferðamanna. Markaðssetning staðarins hefur þó verið á undanhaldi en er mikilvæg til þess að koma honum á kortið og fá ferðamenn til þess að staldra við á svæðinu. Væntingar ferðamanna eru í stöðugri þróun og eru þeir nú farnir að vilja taka meiri þátt í ferðalögum sínum en ekki bara vera áhorfendur. Breyttar væntingar ferðamanna hafa leitt til þess að afþreyingarferðaþjónusta hefur hlotið ákveðnar vinsældir hér á landi og víðar. Þetta verkefni er byggt á fyrirliggjandi gögnum sem og viðtali við Ívar Ingimarsson sem hefur verið viðloðandi ferðaþjónustu á Egilsstöðum undanfarin ár. Markmið verkefnisins er að draga fram þá þætti sem gætu haft áhrif á markaðsumhverfi afþreyingarferðaþjónustu á Egilsstöðum og nágrenni. Framkvæmd var ytri markaðsgreining með hjálp PESTEL umhverfisgreiningar og viðskiptaumhverfi fyrir afþreyingarferðaþjónustu fyrirtækja á svæðinu greint með TASK. Niðurstöður greininganna leiddu í ljós að tækifæri leynast í ónýttum náttúruauðlindum svæðisins sem og þeim áformum bæjaryfirvalda að starfrækja alþjóðaflugvöll á Egilsstöðum sem gæti reynst mikil innspýting fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðaþjónusta á svæðinu er fremur árstíðarbundin en gæti þó jafnast út ef að áætlanir um alþjóðaflugvöll verða að veruleika. Eins og staðan er í dag gæti reynst erfitt að starfrækja fyrirtæki í afþreyingarferðaþjónustu utan háannatíma. Þörf er á því að aðgreina svæðið frá öðrum svæðum og finna sérstöðu þess í ferðaþjónustu.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsgreining afþreyingarferðaþjónustu á Egilsstöðum og nágrenni.pdf811,44 kBLokaður til...31.05.2029HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf281,81 kBLokaðurYfirlýsingPDF