is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33340

Titill: 
  • Nútímaleg framsetning margmiðlunartækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ef litið er um öxl má með sanni segja að síðastliðinn áratugur hafi einkennst af gríðarlegri aukningu í komu erlendra ferðamanna til landsins. Hingaðkomur þeirra fela í sér heimsóknir á fjölbreytta áfangastaði og að upplifa þá á margvíslegan hátt. Markaðurinn hefur því brugðist skjótt við og á mörgum áfangastöðum víða um land hafa verið settar upp sýningar sem upplýsa gesti um land og þjóð. Megin markmið ritgerðarinnar er að kanna hvernig sýningar leitast við að skapa eftirminnileg hughrif og hvaða þættir einkenna sýningarnar. Lögð er sérstök áhersla á sýningar sem fást við margmiðlunartæki og rannsakað hvaða tilgangi þær þjóna. Framkvæmd rannsóknarinnar fólst í eigindlegri rannsókn þar sem rætt var við þrjá forstöðumenn um sýningar þeirra og starfsemi. Í niðurstöðunum er svo fjallað heilt yfir um sýningarnar, markópinn sem heimsækir þær, samstarfið sem á sér stað við ólíka aðila, hver ábyrgð sýninganna er og hvernig notast er við margmiðlunartæki til að skapa eftirminnileg áhrif. Að lokum er svo rannsóknarspurningunum svarað þar sem fræðileg umfjöllun er samtvinnuð við niðurstöðurnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Looking back, it can truly be said that over the past decade, there has been an enormous rise in visits of foreign tourists to the country. Their journey involves pursuing and practicing destinations in a variety of ways. The market has therefore reacted swiftly and today many destinations around the country have put on exhibitions that inform visitors about the country and the nation. Therefore, the main goal of the thesis is to explore how exhibitions create memorable effects and what factors characterize the exhibitions. Especially how exhibitions use multimedia devices and what their purpose is. Execution of the study involved a qualitative study in which three directors were interviewed about their exhibitions and activities. The results cover the whole series of the exhibition, the target group that practices them, the collaboration that takes place with different parties, the responsibility of the exhibitions, and how multimedia is used to create a memorable impact. Finally, the research questions are answered as academic discussion are linked to the results.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nútímaleg framsetning margmiðlunartækja.pdf464,03 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf1,86 MBLokaðurYfirlýsingPDF