Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33341
Kvikmyndaferðamennska er þegar ferðamenn ferðast á áfangastaði sem þeir sáu í gegnum miðlað efni eins og kvikmyndir og/eða þáttaraðir. Þetta er vaxandi tegund af ferðamennsku á Íslandi í kjölfar aukinna vinsælda hjá erlendum kvikmyndagerðarmönnum að koma hingað til lands að taka upp kvikmyndir og þáttaraðir. Með slíku miðluðu efni er hægt að skapa ímynd fyrir áfangastaði, sem má síðan nota í markaðssetningu og eflingu kvikmyndaferðamennskunnar á þeim stöðum. Margar erlendar stórmyndir hafa verið teknar upp hér á landi, sem sýnir að Ísland er vinsæll tökustaður fyrir erlenda aðila. Því er hægt að nota þær vinsældir til þess að efla kvikmyndaferðamennsku og ímyndasköpun á mörgum áfangastöðum hér á landi ef það er markaðssett rétt.
Í þessari ritgerð verður farið yfir hugtökin kvikmyndaferðamennska, ímyndasköpun áfangastaða og náttúruímynd áfangastaða sem og skoðað hvernig erlendri kvikmyndaframleiðslu á Íslandi er háttað. Markmiðið er að komast að því hvaða þættir laða erlenda kvikmyndagerðarmenn hingað til lands og hvaða ímynd þeir eru að búa til með kvikmyndum sínum eða þáttum. Verður það gert með eigindlegri viðtalsrannsókn, þar sem viðtölum er aflað í gegnum miðlað efni á netinu og þau síðan greind.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á fjóra meginflokka yfir hvaða þættir á Íslandi heilluðu erlenda kvikmyndagerðarmenn hvað mest. Þeir voru; Landslag (falleg náttúra, svartir sandar, jöklar o.fl.), dagsbirta (það að geta tekið upp í u.þ.b. 20 klst. á sólarhring yfir sumarmánuðina), veðurfar (snjór, kalt loftslag, vindur o.fl.) og raunveruleiki (að taka upp í raunverulegu umhverfi en ekki í kvikmyndaveri).
Film tourism is when tourists travel to a location, they saw in some distributed content like movies and/or TV shows. This is a growing type of travel in Iceland following the growing popularity of foreign filmmakers going to Iceland to film their movies or TV shows. These distributed contents can create an image for a location, that can be used in marketing and promotion for film tourism there. Many blockbusters have been filmed in Iceland, which shows that Iceland is a popular film location for foreigners. Therefore, can this popularity be used to promote film tourism and image creation in Iceland with the right marketing.
This essay will discuss the concepts of film tourism, image creation and nature image, and will look at how foreign filmmaking works in Iceland. The goal is to find out which aspects influence foreign filmmakers to go to Iceland and what image they are creating with their movies or TV shows. This will be done with qualitative interviewing research method, where the interviews are collected from distributed content on the internet and then they are analyzed.
The findings of this research showed four main groups of aspects for what attracts foreign filmmakers to Iceland. They were; landscape (beautiful nature, black beaches, glaciers, etc.), daylight (they can film for about 20 hours a day over the summertime), weather (snow, cold, wind, etc.) and reality (to film in a real location, not in a studio).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Erlend kvikmyndaframleiðsla á Íslandi.pdf | 532.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 174.49 kB | Lokaður | Yfirlýsing |