is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33357

Titill: 
  • Félags- og tilfinningafærniþjálfun fyrir leikskólabörn á vegum leikskóla, skólaþjónustu og heilsugæslu í Reykjavík: Heildstætt mat á stöðu og gæðum úrræða
  • Titill er á ensku Social and emotional skills interventions for preschool students in Reykjavík: A comprehensive review
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Félags- og tilfinningafærni er hugtak yfir víðtæka færni sem auðveldar einstaklingum að viðhalda vellíðan og jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni þess að hafa góða félags- og tilfinningafærni við vellíðan, betri sjálfsmynd og æskilega hegðun. Þar að auki hafa rannsóknir sýnt fram á fylgni á milli þessa og að standa sig vel í námi og á vinnumarkaði. Þjónustuaðilar sem starfa innan Reykjavíkurborgar og sinna börnum á leikskólaaldri leggja áherslu á að bjóða viðeigandi aðstoð eða stuðning til allra sem á honum þurfa að halda. Markmið þessarar rannsóknar var því að kortleggja þau sértæku félags- og tilfinningafærniúrræði sem standa börnum á leikskólaaldri til boða hjá þjónustustofnunum í nærumhverfi barna, það er, leikskólum, skólaþjónustu og heilsugæslu, innan Reykjavíkurborgar. Niðurstöður bentu til þess að fáir þjónustuaðilar byðu upp á sértæk félags- og tilfinningafærniúrræði fyrir börn á leikskólaaldri. Því eru ýmis tækifæri til úrbóta fyrir stefnumótandi aðila á Reykjavíkursvæðinu varðandi félags- og tilfinningafærniþjónustu fyrir börn á leikskólaaldri, til þess að stuðla enn betur að þroska, heilsu og velferð allra barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Social and emotional learning refers to acquisition of skills that foster wellbeing and positive social relationships. Studies have shown a positive correlation between social and emotional skills and emotional well-being, self-confidence, positive behavior, and school and work performance. Service providers in Reykjavík emphasize offering appropriate services and preventative measures to benefit residents of the area, including children. The purpose of the present study was to obtain an overview of social and emotional support services that are available to children ages 1-6 years, in Reykjavík. In order to obtain a comprehensive overview of the extent and quality of the services provided, service providers (i.e., professionals working in preschools, school-based support services, and community healthcare clinics) were asked to complete an online survey regarding any social and emotional learning support services provided to preschool students. For the services to qualify as a social and emotional skills intervention, information regarding the intervention had to be accessible, it had to be specifically designed to promote social and emotional learning, and it had to be supported by empirical research. Results indicated a dearth of specific social and emotional interventions for preschool children in Reykjavík. The results further revealed ample room for improvement in social and emotional support services provided to children ages 1-6 years in Reykjavík.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félags- og tilfinningafærniúrræði í Reykjavík 2019_ISÁ.pdf533.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf299.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF