is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33359

Titill: 
  • Gjóskulög frá síðjökultíma í sjávarseti af landgrunni Íslands: Rannsókn á kjarna MD992275
  • Titill er á ensku Tephra layers from the Last Glacial Period in marine sediments on the north Icelandic Shelf: Research on core MD992275
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gjóskulög veita upplýsingar um eldgos, eldvirkni og er öflugt tól til þess að tengja jarðfræðilega atburði og umhverfi fornra jarðsögutímabila. Á Íslandi hefur verið byggt upp umfangsmikið gjóskulagatímatal fyrir síðustu 11.700 ár, nútíma. Rannsóknir á gjóskulögum í sjávarseti á landgrunni Íslands hafa reynst mikilvæg viðbót við íslenska gjóskulagatímatalið. Í þessari rannsókn er leitast við að fá upplýsingar um myndun gjóskulaga frá íslenskum eldstöðvakerfum lengra aftur í tímann, eða á síðjökultíma. Til þess var rannsakaður sjávarsetkjarni (kjarni MD992275) af norðanverðu landgrunni Íslands ntt. á Tjörnes-þverbrotabeltinu. Sérstök áhersla var lögð á tímabilið á milli ~13.500 - 15.500 ár. Auk þess var tímabilið í kringum 10.800 ár rannsakað með það að markmiði að finna Öskju S gjóskulagið. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort hægt væri að finna gjóskulög á þessu tímabili, greina uppruna þeirra og áætla aldur til þess að auka þekkingu á gossögu Íslands og gjóskulagatímatali. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós 7 gjóskulög, þar af 6 ný sem ekki hefur verið lýst áður. Fimm gjóskulög eiga uppruna sinn í Veiðivötn-Bárðarbungu kerfið og hafa áætlaðan aldur 13.932-15.439 ár, eitt frá Tjörnesþverbrotabeltinu/Kolbeinseyjarhrygg, 14.739 ára gamalt og eitt frá Öskju eldstöðvakerfi n.tt. Dyngjuhálsi 10.830 ±57 ára gamalt.

  • Útdráttur er á ensku

    Tephra layers provide information on volcanic eruptions, volcanic activity and are a powerful tool to connect geological events and ancient environments from geological periods. In Iceland, an extensive tephrostratigraphy and tephrochronology, has been esthablished for the last 11.700 years, the Holocene. Research on tephra layers in marine sediment on the Icelandic shelf have proven to be an important addition to the Icelandic tephrochronology. The aim of the research is to get information on the formation of tephra layers from Icelandic volcanic systems further back in time, or during the late glacial period. A marine sediment core (MD992275) from the north Icelandic shelf, more specifically on The Tjörnes Fracture-zone, was examined. Particular emphasis was put into the period between ~13.500-15.500 years. In addition a period around 10.800 years ago was examined with the goal of finding the Askja S tephra layer. The objective of the research was to examine possible tephra layers from this period, analyse their origin and estimate their age with the goal to increase knowledge on Icelandic eruption history and tephrochronology. The results of the research concluded presence of 7 tephra layers, thereof 6 new layers that have not been described before. Five of the tephra layers originate from the Veiðivötn-Bárðarbunga system and have the estimated age of 13.932-15.439 years, one from The Tjörnes Fracture-zon/Kolbeinseyjar Ridge, 14.739 years old and one from Askja volcanic system, more specifically, Dyngjuháls, 10.830 ±57 years old.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-irf3.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-irf3.pdf170.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF