is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3336

Titill: 
  • Fortíðinni fundið form. Frásagnaraðferðir og fortíðarsköpun sjálfsævisögulegu verkanna L'Amant eftir Marguerite Duras og Skating to Antarctica eftir Jenny Diski
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um sjálfsævisöguleg verk tveggja kvenrithöfunda, annars vegar L’Amant (Elskhuginn) frá árinu 1984 eftir hina frönsku Marguerite Duras (1914-1996) og hins vegar Skating to Antarctica (1997) eftir Jenny Diski (f. 1947) sem er bresk. Höfundarnir fara óhefðbundnar leiðir til að segja frá þeim sjálfum og í báðum verkum er tveimur bókmenntategundum blandað saman. L’Amant er sjálfsævisöguleg skáldsaga sem segir frá meintu ástarsambandi Duras við kínverskan auðmann í frönsku nýlendunni Indókína þegar hún var aðeins 15 ára þar til hún fluttist til Frakklands 17 ára. Skating to Antarctica er hvort tveggja í senn sjálfsævisaga og ferðasaga. Í henni fléttar Diski saman frásögn af ferðalagi sínu til Suðurskautslandsins, frásögn af æsku sinni og leit dóttur sinnar, Chloe, að móður Diski.
    Duras og Diski notast við ólíkar frásagnaraðferðir. Frásögn Skating to Antarctica er skýr og blátt áfram og minnir á köflum á blaðamennsku, enda er Diski blaðamaður og alla tíð hafa verið sterk tengsl á milli blaðamennsku og ferðabókmennta. Texti L’Amant er aftur á móti tilraunakenndur, ljóðrænn, á köflum torræður og afar brotakenndur. Frásögnin fer fram og aftur í tíma og skiptir óhikað á milli fyrstu persónu frásagnar og þriðju persónu sem ljær verkinu skáldsagnarlegan blæ.
    Það sem þessi ólíku verk eiga sameiginlegt er að þau eru sjálfsævisöguleg verk eftir konur sem standa á mörkum bókmenntagreina og bera póstmódernísk einkenni. Ennfremur eiga verkin það sameiginlegt að þau fjalla að hluta til um sama efnið: erfiða og nöturlega æsku og sambandsleysi við foreldra, sem gerir samanburð á frásagnaraðferðum og fortíðarsköpun verkanna athyglisverðan. Markmið þessarar ritgerðar er að athuga hvernig höfundarnir færa fortíð sína í form. Þar sem verkin segja frá sambærilegri reynslu verður sérstaklega kannað hvort tengsl séu á milli efni þeirra og forms. Mótar hið sameiginlega viðfangsefni verkanna form þeirra á einhvern hátt? Eru einhverjir frásagnarþættir eins sem efni þeirra kallar á? Í þeirri viðleitni verður dregið fram hvað er líkt og ólíkt með frásagnaraðferðum og fortíðarsköpun textanna. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verða rithöfundarnir kynntir til sögunnar og verk þeirra staðsett í bókmenntasögulegu samhengi. Í öðrum kafla verður fjallað um bókmenntaformið sjálfsævisögur og póstmódernískar sjálfsævisögur. Í þriðja og fjórða kafla verða frásagnaraðferðir og fortíðarsköpun textanna athugaðar og að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman.

Samþykkt: 
  • 5.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla_Olafsdottir_forsida_fixed.pdf53.48 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Erla_Olafsdottir_Titilsida_fixed.pdf29.91 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Erla_Olafsdottir_fixed.pdf310.88 kBLokaðurMeginmálPDF
Erla_Olafsdottir_Heimildaskra_fixed.pdf79.48 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna