is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33362

Titill: 
  • Fæðuval eyrugla (Asio otus) á Íslandi
  • Titill er á ensku The diet of Long-eared owls (Asio otus) in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eyruglur (Asio otus) á Íslandi hafa verið lítið rannsakaðar enda nýlegir varpfuglar hér á landi. Eyruglur á öðrum heimssvæðum éta helst stúfmýs (Microtus spp.) sem finnast ekki hér á landi og því var áhugavert að rannsaka hver sé helsta fæða eyrugla á Íslandi. Fæða þeirra var metin út frá ugluælum þar sem samapökkuð beinin voru greind eftir fremsta megni. Ælunum var safnað frá vori og fram á sumar 2018 og líklega voru flestar ælurnar frá því um veturinn 2017/2018. Þyngd músa í ælum var könnuð með lengdarmælingum á kjálkabeini, til að gefa sýn á hvort þær sækist frekar í yngri dýr eða eldri. Einnig var skoðaður fjöldi dýra í hverri ælu. Niðurstöður leiddu í ljós að það er greinilegt að eyruglur á Íslandi stóla langmest á mýs í sinni fæðu, en mýs reyndust 93% af heildarfjölda einstaklinga bráðar í fæðu. Það samræmist öðrum rannsóknum þar sem helsta bráð þeirra eru smáspendýr (93,5%). Helsti munurinn er í tegundum bráðar, en á flestum öðrum svæðum innan útbreiðslu eyruglunnar eru stúfmýs í meirihluta bráðar. Hér á Íslandi var meirihluti bráðar hinsvegar hagamýs (Apodemus sylvaticus) (70%). Einnig komu fram húsamýs (Mus musculus) (1%), en 24% músa var ekki hægt að greina niður í tegundir. Fuglar mældust 7% af bráðinni sem er einnig nokkuð í takti við fyrirliggjandi rannsóknir á eyruglum annarsstaðar og eru oftast á bilinu 1,8 til 12%. Eyruglur virtust skv. þessari rannsókn sækja frekar í minni/yngri mýs, en að meðaltali voru mýsnar sem þær átu 15,4 g. Að meðaltali fundust 1,88 dýr í ælu. Fæðuval eyrugla á Íslandi væri þó áhugavert að skoða nánar, en bera mætti saman fæðuval milli árstíða til að bæta við þekkinguna.

  • Útdráttur er á ensku

    Long-eared owls (Asio otus) recently colonized Iceland and their biology is at present poorly understood. Over most of their global distribution long-eared owls depend mainly on voles (Microtus spp.) but this rodent group is absent in Iceland. Therefore it is of high value to study the feeding ecology of long-eared owls in Iceland. The diet was studied by examination of owl pellets containing mainly bones, feathers and hairs. The weight of mice found in the pellets was estimated be extrapolating length dentary bones. Number of animals per pellet was also estimated. The results showed that long-eared owls in Iceland depend by far most on mice in their diet, but mice were 93% of the whole diet. That is in accordance with studies from other parts of the world, where their main diet is small mammals (93.5%). The main difference lies in the species composition. In other parts of the world voles dominate as the main prey species, but in Iceland they depend mainly on wood mice (Apodemus sylvaticus) (70%). House mice (Mus musculus) were also found in the pellets (1%), and 24% of the mice remains were not identifiable to the species level. Birds were 7% of the diet which is also similar to other studies that commonly report birds to be 1.8-12% of the diet. Long-eared owls in this study seemed to choose small/young mice with average weight of 15.4 g. Animals were on average 1.88 per pellet. This study gives the first insight into the feeding ecology of Icelandic long-eared owls. More studies are needed to assess potential temporal and spatial variations in food selection of this new Icelandic breeding species.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faeda.eyrugulu.a.Islandi_HHJ.pdf996.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LokaverkefniHHJ.PDF57.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF