is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33363

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar spurningalista um ritunaráhugahvöt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritun er veigamikil undirstaða og nauðsynleg færni í daglegu lífi. Í nútímasamfélagi er ætlast til þess að allir sem náð hafa tilteknum aldri geti ritað einfaldan og skiljanlegan texta og þannig varðveitt og miðlað upplýsingum. Ritunaráhugahvöt gegnir veigamiklum þætti í ritunarfærni og í þróun hennar. Því skiptir miklu máli að búa yfir áreiðanlegum leiðum til þess að meta ritunaráhugahvöt barna á ólíkum aldri. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika sjálfsmatskvarða er mælir ritunaráhugahvöt (writing motivational orientation). Próffræðilegir eiginleikar mælitækisins hafa verið kannaðir í bandarísku úrtaki á yngsta og miðstigi grunnskóla og sýnt viðunandi innri áreiðanleika og gott réttmæti. Ritunaráhugahvöt er metinn með sex þáttum: skapandi tjáningu (creative self-expression), sjálfmiðaðri forðun (ego avoidance), ritunarleikni (mastery), ritunarsjálf (ego subscale), ritunarfælni (work avoidance) og félagslegum samskiptum (social communication). Í þessari ritgerð var þáttabygging mælitækisins könnuð, innri áreiðanleiki og tengsl þess við skyldar mælingar. Þátttakendur voru alls 400 nemendur í 5., 6. og 7. bekk. Tekið var klasaúrtak úr átta skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Niðurstöður sýndu að ritunaráhugahvöt var nokkuð stöðug á milli ára. Einnig var þáttabygging ritunaráhugahvatar kvarða í 5., 6. og 7. bekk, áþekk. Niðurstöður sýndu einnig að áreiðanleiki og tengsl ritunaráhugahvatar kvarða við önnur skyld mælitæki svipar til bandarísku útgáfu spurningalistans.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfa-MS-ritgerð6.pdf536.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BF86A172-A59A-4D64-8F18-ABCA55ACB40B.jpeg389.5 kBLokaðurYfirlýsingJPG