is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33365

Titill: 
  • Áhrif lágrar seltu á líkamsstarfsemi stórkrossa (Asterias rubens)
  • Titill er á ensku Physiological responses of the common starfish Asterias rubens to low salinity
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stórkrossi (Asterias rubens) er algengasta tegund krossfiska á Íslandsmiðum og er eitt mikilvægasta botndýr sjávar. Líkt og hjá mörgum öðrum skrápdýrum eru stórkrossar háðir eiginleikum sjávar í sínu búsvæði og því geta breytingar á eðlisþáttum sjávarins haft gríðarleg áhrif á lifnaðarhætti og lífeðlisfræði þeirra. Selta er einn af mikilvægustu þáttum í vistkerfi sjávar og hefur mikil áhrif á líffræði krossfiska og stofndreifingu þeirra. Almennt þola stórkrossar vítt seltusvið, allt frá 8 ppt upp í 36 ppt, og geta til dæmis lifað við 15 ppt í Eystrasaltinu. Í þessari rannsókn var skoðað hvernig lág selta hefur áhrif á líkamsstarfsemi íslenskra stórkrossa með tilliti til öndunar, fæðunáms og þyngdarbreytinga. Með því að mæla þessa þætti hjá krossfiskum við lækkandi seltu er hægt að meta möguleg streituáhrif og áætla hvort þau teljist mikil eða lítil. Alls voru 6 seltuhópar notaðir í þessari rannsókn (22 upp í 32 ppt) og 35 ppt var notað sem viðmið. Tilraunin stóð yfir í 5 vikur og fór fram á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Þrjár tilgátur voru settar fram í byrjun rannsóknar. Sú fyrsta var að öndun krossfiska lækkar við lægri seltu. Önnur tilgátan var að krossfiskar þyngjast við lægri seltu. Sú þriðja var að virkni og fæðunám krossfiska minnkar með lægri seltu. Í stórum dráttum voru niðurstöðurnar eins og við mátti búast en ekki að öllu leyti. Virkni og fæðunám stórkrossa minnkaði við lægri seltu en öndun jókst töluvert við 32 ppt miðað við hina seltuhópana og þyngdarbreytingar voru mismunandi eftir seltu.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf471.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF