Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3337
Ímyndir hafa í auknum mæli orðið rannsóknarefni fræðimanna. Hér er ímynd Íslands skoðuð í skólabókum fyrir erlenda nemendur í íslenskunámi við Háskóla Íslands og hún greind út frá þjóðernishyggju. Í kjölfar hnattvæðingar hefur koma innflytjenda og ferðamanna til Íslands aukist og jafnframt flytja og ferðast Íslendingar til útlanda í auknum mæli. Erlendum nemendum við Háskóla Íslands hefur einnig fjölgað og áhugavert er í því samhengi, að skoða ímynd landsins sem þeim er sýnd. Ég beini athygli að þeim þáttum sem áberandi voru í bókunum og mikil áhersla lögð á. Íslensk náttúra, menningararfleið og samanburður er áberandi. Sú ímynd þjóðar sem sýnd er, endurspeglar sjálfsmynd Íslands sem verður til við samanburð aðrar þjóðir, vitundin um þjóðina er svo sköpuð í gegnum orðræður þjóðernisstefnunnar. Skólabækur eru áhugaverður miðill, þar sem innihald þeirra á að endurspegla „sannleikann“. Áhersla er í bókunum, lögð á það sem talið er viðhalda jákvæðum hugmyndum um þjóðina, ásamt því að vera upphafning landsins yfir aðrar þjóðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elisabet_Drofn_Kristjansdottir_fixed.pdf | 404,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |