is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33372

Titill: 
  • Mat á árangri af námskeiðinu Klókir krakkar á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á Þjónustumiðstöð Breiðholts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Jákvæður félags- og tilfinningaþroski er grundvöllur námsárangurs, heilsu og velferðar allra barna. Skólasamfélagið er hentugur vettvangur til forvarna og íhlutunar á þessu sviði þar sem þar næst til nánast allra barna í náttúrulegu umhverfi þeirra. Með þrepaskiptum stuðningi innan skólaumhverfisins miðast öll þjónusta við þarfir nemenda, það er, sum úrræði eru heildstæð og bjóðast öllum nemendum, önnur nýtast smærri hópi nemenda og sumir nemendur fá einstaklingsmiðaða þjónustu. Dæmi um félags- og tilfinningafærniúrræði fyrir smærri hópa nemenda er námskeiðið Klókir krakkar sem haldið hefur verið á vegum skólaþjónustunnar innan Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólanemendur á aldrinum 8-12 ára. Erlendar rannsóknir benda til þess að námskeiðið sé árangursríkt við að draga úr kvíða og efla félagsfærni barna en fáar rannsóknir hafa farið fram á námskeiðinu á Íslandi. Í þessari rannsókn var árangur námskeiðsins Klókir krakkar metinn með því að kanna mun á niðurstöðum fjögurra matslista um kvíðaeinkenni, tilfinningavanda og hegðun sem (N=65) börn og (N=61) foreldrar þeirra svöruðu fyrir og eftir námskeið sem haldin voru á tímabilinu 2011-2019 á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Niðurstöður bentu til þess að dregið hefði marktækt úr kvíða að námskeiði loknu. Þó bentu niðurstöður matslista fyrir og eftir námskeið einnig til þess að afturför hefði átt sér stað meðal um 20-30% þátttakenda. Niðurstöðum ber að taka með fyrirvara þar sem enginn samanburðarhópur var til staðar. Kanna þarf betur hvað skýrir misjafnan árangur þátttakenda. Almennt gefa niðurstöður til kynna að þátttaka á námskeiðinu tengist bættri líðan barna. Frekari rannsókna, þar sem valið er í tilrauna- og samanburðarhópa með tilviljunaraðferð, er þörf.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Masterverkefni_lokið.pdf476.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf826.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF