is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33375

Titill: 
  • Staðarvensl og sálfræðileg endurheimt í almenningsrýmum miðborgar Reykjavíkur.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Staðarvensl eru tilfinningaleg tengsl einstaklings við tiltekinn stað. Hugtakið er samsett úr tveimur víddum; staðartrausti og staðarsamsemd. Staðarvensl eru byggð á sögulegri, félagslegri eða annarri reynslu af stað sem hefur reynst einstaklingi vel. Sálfræðileg endurheimt vísar til endurnýjunar á líkamlegri, andlegri og félagslegri getu sem minnkar þegar reynt er að mæta kröfum hversdagsins. Vísbendingar eru um að staðarvensl og sálfræðileg endurheimt séu nátengd hugtök og var leitast við að kanna tengsl þeirra í þessari rannsókn þar sem átta almenningsrými í Reykjavík voru til skoðunar. Myndir voru teknar af öllum rýmunum og þátttakendur (N=192) beðnir um að meta þau á grunni 15 staðhæfinga um staðarvensl og sálfræðilega endurheimt. Niðurstöðurnar bentu til þess að hugtökin tvö séu nátengd. Almennt voru sterkari staðarvensl við eldri og sögumeiri staði en nýrri en þó með undantekningum og voru staðarvenslin sterkari eftir því sem þátttakendur þekktu betur til svæðanna. Þá höfðu sterkari staðarvensl við svæði jákvæð áhrif á mat á líkum þess að upplifa endurheimt. Niðurstöðurnar bentu til þess að miðlungs flækjustig og náttúra stuðla mest að auknum líkum til endurheimtar og ekki fengust marktækar niðurstöður fyrir umlykingu.

Samþykkt: 
  • 31.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðrún_Dagmar_Eiríksdóttir_MS.pdf2,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_hde.PNG234,42 kBLokaðurYfirlýsingPNG