is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3339

Titill: 
 • Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn einelti innan fjármálafyrirtækja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn fjallar um aðgerðir gegn einelti hjá tíu skipulagsheildum innan
  fjármálafyrirtækja á Íslandi. Skoðað var hvort skipulagsheildirnar væru með stefnu gegn
  einelti og hvort notast væri við sérstaka verkferla ef upp kæmu eineltismál. Rannsakað
  var til hvaða lausna skipulagsheildirnar geta gripið til við úrvinnslu eineltismála og hvað
  þátttakendum þykir besta forvörnin gegn einelti á vinnustöðum.
  Af þeim tíu skipulagsheildum er tóku þátt í rannsókninni eru þrjár með skilgreinda
  eineltisstefnu. Fjórar þeirra eru með ákvæði um einelti í starfsmannastefnu sinni eða
  innan jafnréttisstefnu. Þrjár skipulagsheildir eru ekki með neina stefnu gegn einelti í einu
  eða öðru formi, en tvær þeirra eru með stefnu í vinnslu. Fimm skipulagsheildir eru með
  tilbúina aðgerðaáætlun eða verkferla sem hægt er að grípa til ef einelti kemur upp. Tvær
  skipulagsheildir eru með slíkt ferli í vinnslu.
  Þau atriði sem vert er að hafa í huga til þess að koma í veg fyrir einelti innan
  skipulagsheilda er að halda úti stefnu gegn einelti. Góð samskipti, skýrar boðleiðir og
  góður starfsandi innan skipulagsheilda eru meðal annars þættir sem taldir eru geta
  spornað gegn einelti. Stjórnendur eiga stóran þátt í því að fylgja þessum atriðum eftir.
  Þeir þurfa að sýna gott fordæmi og vera meðvitaðir um eigin hegðun.

Samþykkt: 
 • 5.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Bryndis_Kristjansdottir_fixed.pdf781.31 kBLokaðurHeildartextiPDF