is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33393

Titill: 
  • Kvikmyndaferðamennska: Markaðssetning,væntingar og upplifun ferðamanna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvikmyndaferðamennska hefur færst í vöxt á síðustu árum með tíðari ferðalögum fólks á heimsvísu sem og aukinni og fjölbreytilegri afþreyingu. Kvikmyndaferðamaður er sá sem ferðast til upptökustaða vegna áhuga sem hefur myndast í gegnum kvikmynda- eða sjónvarpsáhorf og hefur þeim fjölgað sem ferðast af þeirri ástæðu til Íslands. Vegna sjónvarpsþáttanna, Krúnuleikarnir (e. Game of Thrones) hefur kvikmyndaferðamennska orðið meira áberandi á Íslandi í dag þar sem nú er í boði að fara í ferð þar sem upptökustaðir þáttanna eru heimsóttir. Velgengni þeirrar ferðar hefur sýnt fram á að hægt er að einblína frekar á þannig ferðamennsku og bæta við fleiri möguleikum sem hafa þess konar aðdráttarafl. Það sem er til rannsóknar í þessari ritgerð er hvernig staðan er í tengslum við kvikmyndaferðamennsku á Íslandi, hvernig hún er markaðsett og hvort hægt sé að leggja meiri áherslu á hana. Rannsóknin byggist á eigindlegum viðtölum og þátttökuathugun sem rannsakandi framkvæmdi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það er margt sem hefur áhrif á velgengni kvikmyndaferðamennsku. Samspil margra þátta líkt og markaðsetning, samvinna kvikmyndavera og markaðstofnana ferðamála, svo og væntingar og upplifanir ferðamanna ásamt fleiri atriðum vinna saman að því að flétta saman kvikmyndir og ferðamennsku. Þær ályktanir sem má draga út frá niðurstöðunum eru á þá leið að Ísland á þó nokkuð langt í land með að nýta þær kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem hafa verið teknir upp hér á landi en margt er hægt að gera svo að þessi vannýtta auðlind fari ekki til spillis.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Katrín Elvarsdóttir_PDF BS.pdf929.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman blað 2.pdf585.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF