is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33395

Titill: 
  • Sérstakir skattar og gjöld á fjármálafyrirtæki : áhrif þeirra á samkeppni og viðskiptakjör
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sérstaka skatta og gjöld á fjármálafyrirtæki og áhrif þeirra á viðskiptakjör og samkeppnisstöðu íslensku bankanna. Tekin voru viðtöl við stjórnendur í fjórum stærstu bönkum landsins og einnig var tekið viðtal við fjármála- og efnahagsráðherra. Kannað var hvort bankarnir hefðu velt þessum sérstöku sköttum og gjöldum að fullu út í verðlagið. Niðurstaðan var sú að bankarnir eru ekki að velta þessu að fullu út í verðlagið og er erfitt að segja hvernig áhrifin skiptast niður á inn- og útlánavexti. Einnig komumst við að því að sérstöku skattarnir og gjöldin lenda að lang mestu leyti á einstaklingum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Í kjölfarið voru framkvæmdar næmnigreiningar þar sem skoðað var hvert mögulegt svigrúm bankanna væri til bættra viðskiptakjara og samkeppnisstöðu komi til lækkunar eða afnáms á þessum sérstöku sköttum og gjöldum. Niðurstöður næmnigreininganna sýna greinilega hversu mikil áhrif bankaskatturinn hefur á stóru bankana þrjá, bæði út frá skertum viðskiptakjörum til neytenda og skertrar samkeppnisstöðu bankanna. Bankaskatturinn hefur að auki töluvert meiri áhrif einn og sér heldur en gjald í innstæðutryggingasjóð og fjársýsluskattur á hagnað umfram einn milljarð króna hefur samanlagt.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Ritgerð – Sérstakir skattar og gjöld á fjármálafyrirtæki – PDF.pdf3.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna