is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33398

Titill: 
  • Aðferð til þess að æxla saman fjarskyldum stofnum gersveppa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gersveppurinn, Saccharomyces cerevisae, hefur verið notaður öldum saman bæði við brauðbakstur og til að brugga bjór, vín og aðra gerjaða drykki. Þótt aðrar tegundir gersveppa komi líka við sögu er hann þekktasta gersveppategundin. Þó svo að hann sé notaður við fleira en bjórgerð hann oftast orðaður við bjór og oftast kallaður ölger enda tengdust flestar upphaflegu rannsóknana á honum bruggun. S. cerevisae er þó ekki notaður til þess að brugga lager bjór sem er lang vinsælasti bjórinn um allan heim. Allir ljósir lager bjórar eru búnir til við gerjun á malti við lágan hita með blendings gersveppa tegundinni Saccharomyces pastorianus og auk þess eru til fleiri skyldar gersveppategundir sem hafa áhugaverða eiginleika. Gerið ræður miklu um bragðeiginleika bjórs og þess vegna er mikill áhugi meðal fagmanna í bruggun á að finna nýja gerstofna með áhugaverða eiginleika. Með æxlun fjarskyldra stofna gersveppa og sértæku vali væri hægt að fá fram áhugaverða eiginleika. Þannig væri hugsanlega hægt að búa til nýja tegund af bjórgeri sem gæti þá aukið við og bætt bruggunar möguleika við framleiðslu á bjór. Í þessu verkefni var lagður grunnur að aðferð sem gera ætti kleift að æxla saman fjarskyldum gerstofnum með mjög sterku vali. Notuð eru tvö valgen sem komið er fyrir á mismunandi stöðum í URA3 geni sitthvorum stofninum. Eftir að búið er að velja fyrir ólíklegum æxlunaratburðum væri hægt að velja fyrir endurröðun þannig að valgenin falli út og skilji eftir upphaflegt URA3 gen.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnaBrá-Ritgerð.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.82 MBLokaðurYfirlýsingPDF