is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33399

Titill: 
 • Viðmót og verklag geislafræðinga til veittrar þjónustu á börnum 0-15 ára í röntgenrannsóknum
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar: Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga börn rétt á upplýsingum um fyrirhugaða rannsókn ásamt framgangi hennar að teknu tilliti til aldurs og þroska, á þann hátt og við þau skilyrði að barn geti skilið þær upplýsingar sem er verið að veita því. Rannsóknir geta reynst börnum erfiðar og kvíðavekjandi, en fer þó eftir aldri, þroska og hvers kyns rannsókn er. Tilgangur rannsóknar var að kanna viðmót og verklag geislafræðinga til veittrar þjónustu á börnum 0-15 ára á röntgendeild Landspítala, annars vegar í Fossvogi og hins vegar á Hringbraut. Úr þessari könnun er vonast til að niðurstöður veiti sýn á þá þjónustu sem í boði er, ásamt því hvort eitthvað megi betur fara.
  Efni og aðferðir: Fylgst var með geislafræðingum framkvæma röntgenrannsóknir á börnum. Við gagnasöfnun var fylgst með rannsóknum á 68 börnum á tímabilinu 17. janúar -11. mars. Notast var við gátlista sem innhélt 14 spurningar. Geislafræðingar, börn og forráðamenn svöruðu hvorki munnlegum spurningum né spurningalista og fór gagnasöfnum fram án vitundar geislafræðinga.
  Niðurstöður: Meirihluti barna voru á 11. ári eða 13.2%. Áberandi meirihluti rannsókna var á útlimum eða 79.5%. Í 88.2% tilvika var röntgenstofa tilbúin fyrir komu barns. Flest börn á aldrinum 1-5 ára voru í fylgd með forráðamönnum eða 81.8%. Notkun á geislavörnum hjá börnum var 63.2%. Í 44.1% tilvika var athugað um eymsli og verki. Upplýsingagjöf til barna/forráðamanna kom mjög vel út, hjá börnum 1-5 ára 100%, 6-10 ára, 73.9% og 11-15 ára, 70.6%.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þjónusta sem veitt var af geislafræðingum eru góðar, en bæta megi til dæmis við þegar kemur að því að bjóða börnum/forráðamönnum að spyrja spurninga og þá um leið að bjóða börnum að vera meira með í samræðum. Draga má þá ályktun að bæta megi góða þjónustu sem veitt er á röntgendeild Landspítalans.

Samþykkt: 
 • 3.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bylgja Hrönn Karlsdóttir Christensen 30 maí 2019.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg629.55 kBLokaðurYfirlýsingJPG