is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3340

Titill: 
 • Ísrael. Hver er sagan og merkingin bakvið nafnið í Biblíunni og hver er merkingin í hugum manna í dag?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni það sem hér verður tekist á við er að skoða fyrir hvað nafnið Ísrael stendur fyrir í hinum ýmsu ritum Biblíunnar og fyrir hvað það stendur í hugum manna í dag. Eins og venjan er við slíka leit, er byrjað við upptök árinnar, hjá ættfeðrunum. Abraham, Ísak og Jakob eru sagðir ættfeður ,,Hebrea” þó aðeins einn þeirra Abraham sé sagður vera Hebrei í Biblíunni og það sem meira er, það er einungis nefnt einu sinni. Jakob sonarsonur hans glímdi við Guð og Guð gaf honum nýtt nafn, Ísrael, sem síðan yfirfærist á þjóðina í heild. Við klofnun ríkis Davíðs fær Norðurríkið nafnið Ísrael en jafnvel áður en það hefur gerst er eins og nafnið sé notað í sömu merkingu og landsvæði, eins og nafnið táknar raunar í augum margra í dag.
  Umbreytingin á nafni Jakobs er að sjálfsögðu spennandi. Hvers vegna glímdi Guð við hann og hvers vegna er þjóð Guðs nefnd eftir honum en ekki Abraham sem Guð gerði upphaflega sáttmála við? Þá hafa fleiri en Jakob fengið ný nöfn hjá Guði í Biblíunni. Bæði Abraham og Sara eru sögð fá ný nöfn og þau fá þau samtímis, en James L. Kugel segir að þar geti einungis verið um að ræða mun á mállýskum og mismunandi heimildir. Þótt Guð gerði sáttmála við Hebreann Abraham um að gera hann að föður margra þjóða fær þjóð Guðs nafn Jakobs, Ísrael. Auðkennið Hebrei kemur fyrst fyrir í tengslum við Abraham en kemur alls ekki fyrir í sambandi við Ísak og Jakob.
  Jakob glímir við „Guð og menn”. Sagan þegar hann mætir Guði, fær fyrirheit og glímir síðan við hann næturlangt tuttugu árum síðar og fær blessun hans og nafnið Ísrael, verður skiljanlega eitt stærsta umfjöllunarefnið. Þá verður skoðað hvernig nöfn hans Jakob-Ísrael, eru notuð á víxl í frásögninni. Synir Jakobs og kvenna hans er fólkið sem fer til Egyptalands þegar harðindi steðja að í heimalandinu, lendir þar í ánauð og Guð kallar Móse til að leiða það brott. Ættfeðurnir Abraham, Ísak og Jakob verða síðan orðalag sem lifir gegnum ritninguna sem tákn upprunalegrar útvalningar. Við þessa rannsókn vaknaði spurningin: Hvað þarf til að ættflokkur líti á sig sem útlendinga í/eftir 400 ár og skipti það máli fyrir Ísrael sem þjóð Guðs?
  Óhugsandi er að ætla að skoða notkun og merkingu nafnsins Ísrael bæði í Gamla og Nýja testamentinu, án þess að fara inn á sögu hinnar útvöldu þjóðar Guðs um leið en það getur þó aldrei orðið annað en vísanir til stuðnings leitinni að svari, hvað nafnið Ísrael standi fyrir á mismunandi tímaskeiðum.
  Nafnið og notkun þess, þ.e. hvað það stendur fyrir í Biblíunni er að sjálfsögðu aðalefni umfjöllunarinnar og í lokin verður reynt að gægjast aðeins bakvið merkingu nafnsins Ísrael í nútímanum. Vegna þess að efniviðurinn er þar nánast óendanlegur verður lögð áhersla á hvernig nafnið Ísrael birtist í íslensku samhengi á 20. öld og í byrjun 21. aldar.

Samþykkt: 
 • 6.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndis_Svavarsdottir_fixed.pdf305.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna