is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33407

Titill: 
  • Samspil stjórnmála og opinberrar stjórnsýslu í forgangsröðun vegaframkvæmda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vegaframkvæmdir á Íslandi eru í höndum hins opinbera, en það er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem leggur fram samgönguáætlun sem markar stefnu og markmið fyrir allar gerðir samganga hér á landi. Forgangsröðun í vegamálum (og samgöngumálum í heild) hér á landi er ekki skýrt skilgreind, útgjöld virðast ekki ákvörðuð á kerfisbundinn hátt og geðþótti ráðamanna virðast vega þungt í þeim ákvörðunum. Gagna var aflað úr núverandi samgönguáætlunum og samgönguáætlunum fyrri ára til þess að kanna hvort einhver tengsl væru á milli útgjalda og markmiða sem sett eru fram í samgönguáætlun. Rýnt var einnig í verklag opinberrar stjórnsýslu og kannað hvort einhver tengsl væru á milli forgangsröðunar í samgöngumálum og hins pólitíska ferlis innan opinberrar stjórnsýslu hér á landi. Ómögulegt er að segja til um hvort fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman hátt þótt ýmislegt bendi til þess að svo sé ekki, þetta skýrist einkum af því að lítt formleg aðferðafræði er til staðar innan stjórnsýslu sem aðstoðar ráðherra og aðra sem koma að því að semja samgönguáætlun til þess að meta arðsemi verkefna í samgönguáætlun.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samspil stjórnmála og opinberrar stjórnsýslu í forgangsröðun vegaframkvæmda.pdf1,44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna