is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3341

Titill: 
 • Hverra manna ert þú? (stjúpættleiðingar á lögráða einstaklingum)
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknin var gerð á tímabilinu janúar 2008 til ágúst 2008. Markmið hennar var að líta á bakvið tölfræðiupplýsingar um stjúpættleiðingar á Íslandi. Þær upplýsingar segja okkur að meðalaldur stjúpættleiddra á Íslandi sé rúmlega 20 ár.
  Lagt var upp með að leita svara við rannsóknarspurningunni: Hvaða þættir geta haft áhrif þegar að til stjúpættleiðinga kemur á lögráða einstaklingum? Áhersla var á að fá fram sjónarhorn og upplifun þeirra sem tilheyra þessum hópi, frá barnæsku til dagsins í dag. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og með viðtölum við fimm þátttakendur var leitast við að öðlast heildstæða og lýsandi mynd af reynslu þátttakenda.
  Efnið er kynnt í fræðilegri umfjöllun um t.d. þróun fjölskylduforma eins og stjúpfjölskyldna, algengi þeirra og sérstöðu. Eftir fræðilega umfjöllun koma niðurstöður en greining gagna gaf til kynna fjögur þemu sem lýsa upplifun og sjónarhorni þátttakenda frá æsku til dagsins í dag. Niðurstöðurnar sýna hvaða þættir það voru sem höfðu áhrif á ákvörðun þátttakenda um stjúpættleiðingu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða innsýn í reynslu þátttakenda og sýna að upplifun þeirra á aðstæðum var mjög lík þrátt fyrir að þær hafi ekki verið þær sömu. Þeir gefa með svöum sínum heildstæða og fræðandi mynd af þeirra upplifun, viðhorfum og væntingum í gegnum tíðina t.d. til samskipta við blóðforeldri sem þeir búa ekki hjá.
  Þemun gefa til kynna hvað mögulega getur haft áhrif þegar lögráða einstaklingur ákveður að láta stjúpættleiða sig. Þemun sem greind voru kallast; upphafið, samskipti, tímamót og tengsl. Þessi þemu birtast á mismunandi hátt hjá þátttakendum en gefa góða mynd af upplifun þeirra. Hvert þema skiptist svo í mis mörg undirþemu sem tengjast og styðja hvert þema.

Samþykkt: 
 • 6.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg_Elsa_Sveinbjornsdottir_fixed.pdf511.92 kBLokaðurHeildartextiPDF