is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33416

Titill: 
 • Eru prufumyndir að auka eða minnka geislaálag á sjúklinga í röntgenmyndatöku? Eru prufumyndir réttlætanlegar?
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Geislaálag í röntgenrannsóknum skiptir máli fyrir sjúklinga. Geislaskammtur getur valdið slembisköðum og vísum sköðum sem geta haft áhrif á sjúkling í framtíðinni. Innstillingar í röntgenrannsóknum eru mikilvægar og er lögð mikil áhersla á nákvæmni. Í prufumyndum eru myndir teknar með fáum ljóseindum eða lítilli geislun til þess að athuga hvort að sjúklingi sé rétt stillt inn, ef innstilling er ekki góð þarf að endurtaka mynd. Ef mörgum myndum er eytt og þörf er á að endurtaka myndir getur geislakammtur sjúklings verið umtalsvert hærri.
  Prufumyndir eru myndir sem eru teknar aðeins í þeim tilgangi að athuga með innstillingu á sjúklingi og síðan er þeim eytt.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna í hvaða rannsóknum er verið að notast við „prufumyndir“, hvort „prufumyndir“ séu að minnka eða auka geislaálag á sjúkling og hvort þær séu réttlætanlegar.
  Niðurstöður: Lágskammta myndir (prufumyndir): Eru að valda minni geislaskammti í eyddum myndum miðað við eyddar venjulegar geislaðar myndir. Ekki er vitað fyrir víst ef lágskammta myndir væru alltaf notaðar hvort að engum venjulegum geisluðum myndum yrði hent. Hægt væri að taka 32 lágskammta myndir í „öxl brot standandi“ til þess að fá sama geislaskammt og í einni eyddri venjulegri geislaðari mynd. Ef jafn margar lágskammta myndir hefðu verið teknar og venjulegar geislaðar myndir í heildina á stofu 4 hefði umfram geislaálagið hækkað um 1,5% og á stofu 9 um 1,5%.
  Ályktanir: Út frá niðurstöðum er hægt að álykta að „prufumyndir“ eru að gefa minni geislaskammt í rannsóknum þar sem myndum er eytt og því réttlætanlegt.

Samþykkt: 
 • 3.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MelkorkaDiploma26taka2[nyjasta)22222.pdf951.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Melkorka.pdf167.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF