is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33418

Titill: 
  • Þunglyndisþankar sem hugrænn vani: Rannsókn á þankagangi eftir framköllun líðanar og frjálst hugarflug
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þunglyndisþankar (e. depressive rumination) eru tilhneiging til að hugsa endurtekið um sjálfan sig og eigin vandamál, áhyggjur og vanlíðan. Sett hefur verið fram sú hugmynd að líta megi á þunglyndisþanka sem hugrænan vana (e. mental habit). Samkvæmt henni geta tímabundnir þunglyndisþankar komið fram vegna misræmis milli núverandi ástands og markmiða. Ef að vanlíðan verður sjálfkrafa vísbendi fyrir þunglyndisþanka geta tímabundnir þunglyndisþankar orðið að vanabundnu einkenni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þunglyndisþanka sem hugrænan vana í takt við fyrrnefnda hugmynd. Því var spáð að þunglyndisþankar kæmu fram eða ykjust eftir frjálst hugarflug hjá þátttakendum sem hlustuðu á sorglega tónlist. Einnig var búist við tengslum á milli vanabundinna neikvæðra hugsana við líðan og ástandsbundna þunglyndisþanka eftir tónlist og frjálst hugarflug. Þátttakendur, sem voru 28 háskólanemar, svöruðu átta spurningalistum sem mæla meðal annars þunglyndiseinkenni, almenna vanabundna hegðun, vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana og ástandsbundna þunglyndisþanka. Þátttakendur tóku einnig þátt í tilraunaverkefni sem fól í sér að hlusta á tónlist og láta hugann reika í kjölfarið. Það var gert til að kanna hvort vanabundnir þunglyndisþankar kæmu fram eftir frjálst hugarflug. Tónlistin hafði marktæk áhrif á líðan þátttakenda. Niðurstöður fyrri tilgátu voru þó ekki marktækar en sýndu samt sem áður að tónlist og frjálst hugarflug höfðu tilhneigingu til að valda breytingum á ástandsbundnum þunglyndisþönkum hjá þátttakendum sem hlustuðu á sorglega tónlist. Einnig sýndu niðurstöður að hvorki voru tengsl á milli vanabundinna neikvæðra hugsana og líðanar né vanabundinna neikvæðra hugsana og ástandsbundinna þunglyndisþanka.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þunglyndisþankar sem hugrænn vani.pdf435.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf260.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF