is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33419

Titill: 
  • Blóðsníkjudýr í íslenskum skógarþröstum (Turdus iliacus coburni) og áhrif þeirra á líkamsástand
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Blóðsníkjudýr innan ættbálksins Haemosporida eru þau algengustu í fuglum. Helstu ættkvíslir Haemosporida sem finnast í fuglum eru Haemoproteus, Plasmodium og Leucocytozoon. Blóðsníkjudýr geta valdið skammri alvarlegri sýkingu en algengara er að þau valdi langvarandi vægri sýkingu sem getur í sumum tilvikum haft áhrif á hæfni fuglsins. Helst geta áhrif blóðsníkjudýra komið fram á viðkvæmum tímum eins og á varptíma hjá fullorðnum fuglum og í uppvexti hjá ungum. Afleiðingarnar geta verið skertur vöxtur eða blóðleysi. Lífsferill blóðsníkjudýra er flókinn, sérstaklega á norðlægum slóðum þar sem sníkjudýrin stóla á að millihýslar, sem oft eru tvívængjur (Diptera), séu til staðar þegar varnir hýsilsins er ekki upp á sitt besta. Í þessari rannsókn var blóð úr íslenskum skógarþröstum (Turdus iliacus coburni) skoðað í leit að blóðsníkjudýrum og fundust dýr af ættkvíslinni Leucocytozoon. Alls voru 31 sýni skoðuð og þar af voru 42% fugla með sníkjudýr í blóðinu. Allir fuglarnir voru með „væga“ sýkingu sem þýðir að minna en 1% rauðra blóðkorna voru sýkt. Hlutfall heterófíla á móti lymfósítum (H/L hlutfall) var skoðað til að athuga hvort samband væri á milli þess og sýkinga. Niðurstöður gáfu til kynna að svo væri ekki. Þar sem blóðsníkjudýr fundust í ungum þröstum að hausti má draga þá ályktun á að þeir hafi smitast á Íslandi. Það er þá mögulega fyrsta staðfestingin á að blóðsníkjudýr smitist á milli fugla á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haemosporidia_kristjan.pdf755.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
undirritun.pdf697.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF