is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33421

Titill: 
 • Er marktækur munur á 1,5 Tesla og 3 Tesla segulómtækjum við rannsóknir af lendhrygg?
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Í segulómun er jónandi geislun ekki notuð en í staðinn er notað sterkt segulsvið, útvarpsbylgjur og loftnet. Segulómrannsóknir hafa mikla hæfni til að sýna ýmis líffæri, mjúkvefi, liðbönd og vöðva. Þannig fást oft góðar upplýsingar af bólgubreytingum og æxlisvef, því er segulómun meðal annars sérstaklega greiningargóð fyrir heila- og taugakerfi líkamans.
  Árið 1977 var fyrsta segulómrannsóknin framkvæmd og áratugina þar á eftir var 1,5 Tesla segulsvið nánast það eina sem var notað. Um aldarmótin var hins vegar viðeigandi leyfi fyrir 3 Tesla segulsvið tekin í gildi. Síðan þá hefur notkun á 3 Tesla segulómtækjum farið hratt vaxandi.
  Markmið
  Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort marktækur munur sé á niðurstöðum á mismunandi styrk segulsviðs af tveimur segulómtækjum við staðlaðar rannsóknir af lendhrygg.
  Efni og aðferðir
  Um er að ræða afturvirka samanburðarrannsókn á tveimur segulómtækjum með missterkt segulsvið. Rannsóknin var framkvæmd á röntgendeild Landspítalans í Fossvogi. Skoðaðar voru segulómrannsóknir frá árinu 2018 af sjúklingum sem ekki höfðu verið rannsakaðir áður á Landspítalanum, höfðu hvorki farið í aðgerðir á mjóbaki og höfðu dæmigerð einkenni bakverkja. Notast var við rannsóknir á báðum segulómtækjum; 1,5 Tesla og 3 Tesla tækjum innan spítalans.
  Úrtakið var 25 rannsóknir á hvoru tæki, samtals 50 rannsóknir í heildina.
  Fengnir voru tveir röntgenlæknar til að meta gæði rannsóknanna. Þeir fengu staðlað eyðublað sem útbúið var sérstaklega fyrir rannsóknina og fylltu það út fyrir hverja segulómrannsókn fyrir sig.
  Út frá niðurstöðum læknanna voru búin til tölfræðileg gögn með niðurstöðum rannsóknarinnar.
  Ályktun
  Samanburður myndasería af 1,5 Tesla og 3 Tesla segulómtækja gefa til kynna að mismunur er á myndgæðum og næmni á myndaseríum tækjanna tveggja, þar sem 3 Tesla tækið gefur betri myndgæði.
  Út frá fengnum gildum er niðurstaðan sú að ekki er um martækan mun að ræða milli 1,5 Tesla og 3 Tesla segulómtækja af lendhrygg.

Samþykkt: 
 • 3.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaniðurstaða ritgerðar - pdf.pdf3.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing .pdf320.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF