Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33423
Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort meðferðin Parent Management Training (PMT) gæti verið árangursrík fyrir foreldra og börn þeirra sem eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða og stuðlað að aukinni foreldrafærni. Einnig var athugað hvort fylgni væri milli þeirra mælitækja sem foreldrar svöruðu og mælitækja sem metin voru með áhorfi fagaðila. Þátttakendur í rannsókninni voru börn sem sýndu alvarlegan hegðunarvanda og foreldrar þeirra sem vísað var í úrræðið af ráðgjafa. Þeir spurningarlistar sem notaðir voru við rannsóknina voru Eyberg Child Behaviour Inventory (ECBI), Parent Practices Interview (PPI) og áhorfsmatslistinn Family Interaction Brief Rating Scale (FIBRS). Settar voru fram þrjár tilgátur: 1) Að jákvæð áhrif muni koma fram á hegðun barna í kjölfar PMT meðferðar, bæði þá að færri einstaklingar muni mæta skilmerkjum hegðunarvanda og að jákvæð breyting muni mælast frá fyrri hegðun. 2) Að foreldrafærni muni aukast í kjölfar PMT meðferðar. Búist er við því að foreldrar sjálfir muni meta sína færni sem betri og að sú færni muni skila sér í hlutlausri mælingu. 3) Að þau mælitæki sem notuð verða við mat á hegðun barns muni sýna fylgni sín á milli, sem og að mælitæki sem mæla foreldrafærni muni hafa fylgni sín á milli. Því er búist við að allar breytingar á einum lista muni skila sér í álíka breytingum á öðrum lista sem mælir sama þátt (foreldrafærni eða hegðun barns). Tilgátur 1 og 2 stóðust en tilgáta 3 stóðst ekki en niðurstöður gætu þó veitt vísbendingu um að því fleiri þættir sem foreldri telur vera vandamál tengist mati matmanns á hegðun barnsins. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir og benda til þess að PMT sé áhrifaríkt meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða og fjölskyldur þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gagnreynd foreldrafærni. Bs ritgerð.pdf | 605,3 kB | Lokaður til...31.05.2139 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Ingunn og Hans.pdf | 500,48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |