is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33424

Titill: 
 • Aðgengi upplýsinga um geislaskammta fyrir sjúklinga
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Geislaálag almennings og þ.m.t. sjúklinga ræðst af ýmsum þáttum og spilar geislun í læknisfræðilegum tilgangi þar stóran þátt. Mikilvægt er að allir þeir sem framkvæma myndgreiningarrannsóknir hafi þekkingu á geislaskömmtum sjúklinga. Á hverjum stað þar sem framkvæmdar eru rannsóknir þar sem notast er við jónandi geislun, eiga upplýsingar um dæmigerða geislaskammta að vera aðgengilegar fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér upplýsingar og aðferðir sem notast er við þegar geislaskammtar og geislaálag er metið. Með góðri þekkingu starfsmanna ætti aðgengi upplýsinga um geislaskammta fyrir sjúklinga að vera gott. Viðeigandi upplýsingar gætu dregið úr óþarfa áhyggjum og óvissu sjúklinga, aukið þekkingu og hjálpað til við að sjá hugsanlegan ávinning.
  Efni og aðferðir. Megindleg rannsókn þar sem unnið var með spurningalista í opnum viðtölum við myndgreiningardeildir sem framkvæma fleiri en 1000 rannsóknir á ári og hafa til staðar bæði röntgentæki og tölvusneiðmyndatæki. Vefsíður tólf myndgreiningardeilda voru skoðaðar í þeim tilgangi að kanna hvaða upplýsingar var þar að finna. Spurningalisti, sem samanstóð af tíu spurningum um algengar vangaveltur um geislarannsóknir líkt og almenningur væri að spyrja en ekki nemandi, var lagður fyrir þann sem svaraði afgreiðslu hverrar deildar fyrir sig. Spurningarnar beindust að röntgenrannsókn af lungum og tölvusneiðmynd af kvið. Við úrvinnslu gagna var notast við forritið Microsoft Office Word, 2017. Markmið rannsóknarinnar er að kanna aðgengi upplýsinga um geislaskammta fyrir sjúklinga og hve auðvelt er að nálgast þær.
  Niðurstöður. Svör úr símtölum bárust í 75% tilfella frá fyrsta aðila en í 25% tilfella var rannsakanda vísað annað áður en svör bárust. Í 8,3% tilfella bárust engin svör. Að mati rannsakanda bárust fullnægjandi svör að meðaltali í 39,1% tilfella. Í 75% tilfella bárust svör með góðum árangri og í 16,7% tilfella bárust ítarleg svör með tilliti til almennings. Fleiri svör voru að fá í símtölum en á vefsíðum.
  Ályktanir. Út frá niðurstöðum má álykta að aðgengi upplýsinga um geislaskammta fyrir sjúklinga sé ófullnægjandi. Niðurstöður sýndu að í aðeins 39,1% tilfella bárust fullnægjandi svör í símtölum. Liðleg framkoma svarenda var þó í miklum meirihluta sem skiptir einnig máli.

Samþykkt: 
 • 3.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd skil.pdf611.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_MÞ.pdf356.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF