Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33426
The Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia-Present and Lifetime Version (K-SADS-PL) er hálfstaðlað, spyrjendamiðað greiningarviðtal byggt á nýjustu útgáfu greiningarkerfisins DSM–5. Það metur einkenni allra geðraskana í fortíð og nútíð hjá börnum á aldrinum 7 – 17 ára. Viðtalið hefur verið þýtt á yfir 20 tungumál og er víða notað í klínískri vinnu. Þessi grein skoðar matsmannaáreiðanleika íslensku þýðingarinnar á K-SADS-PL með meistarasnema í klínískri sálfræði sem matsmenn. Þátttakendur voru 41 börn og unglingar á aldrinum 6 – 17 ára sem voru á biðlista hjá Barna og Unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (BUGL) og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni (Litla KMS; L-KMS). Spyrjendur voru þrír mastersnemar í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands sem þjálfaðir voru í fyrirlögn og túlkun viðtalsins. Stuðst var við Cohen‘s Kappa stuðulinn til að reikna samræmi matsmanna. Matsmannaáreiðanleiki var viðunandi til ágætur (0.57 – 0.90) fyrir allar raskanir. Flestar raskanir sýndu ágætan matsmannaáreiðanleika (Kappa >0.75). Þessar niðurstöður gefa til kynna að íslenska þýðingin af DSM–5 útgáfu K-SADS-PL geti verið lögð fyrir af þjálfuðum mastersnemum með áreiðanlegum hætti.
The Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia—Present and Lifetime Version (K-SADS-PL) is a semi-structured interview based on the DSM-5 that assesses past and present symptoms in children aged 7 to 17 years old. It has been translated into more than 20 languages and is widely used in clinical work. The current study examines the inter-rater reliability of the Icelandic translation of the DSM-5 K-SADS-PL when administered by postgraduate students. Data were gathered from participants seeking services from two different providers: the tertiary treatment centre for children and adolescents (BUGL) and The Anxiety Centre for Children, Adolescents and Young Adults (L-KMS). A total of 41 participants aged 6 to 17 were included in the study. Interviewers were three postgraduate students in clinical psychology trained in the use of K-SADS-PL. Cohen’s Kappa was used to estimate inter-rater reliability, with estimates ranging from fair to excellent (Kappa = 0.57–0.90) with most diagnoses in the excellent range (Kappa > 0.75). These results indicate that the Icelandic translation of the DSM-5 K-SADS-PL can be reliably administered by postgraduate students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing-kvittuð.pdf | 282,82 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
ÓÞ-MS-Ritgerð-Lokaeintak.pdf | 348,19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |