is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33428

Titill: 
  • Greining á mögulegum lengdum jarðstrengs á Hálendislínu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Styrkja þarf flutningskerfi raforku á Íslandi svo það geti annað aukinni eftirspurn raforku og brugðist við óvæntum bilunum. Í kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 er tillaga að leggja línu þvert yfir hálendið og styrkja flutningskerfið á Norðurlandi. Þessi lína er kölluð Hálendislína (HLL) og tengir saman flutningskerfið í norðri við flutningskerfið í suðri, yfir 200 km landsvæði með 50 km jarðstrengshluta. Markmið rannsóknarinnar spratt upp frá hugmyndinni um hvort notkun á kerfislíkani af flutningskerfi raforku á Íslandi til að skoða nákvæmt samspil HLL við raforkukerfið eins og það er, myndi styðja við niðurstöður Landsnets hvort að jarðstrengshlutinn myndi takmarkast við 50 km. Há rýmd jarðstrengja takmarkar lengd þeirra. Þeir framleiða mikið launafl sem þarf að jafna út, til að koma í veg fyrir yfirspennu við opna endann í spennusetningu. Rannsóknin skoðar hversu stóran hluta HLL væri hægt að leggja í jörðu, ef spennunni væri haldið lægra en 1,1 pu í línunni og spennuþrepinu væri haldið lægra en 5% við spennusetningu. Ákveðið var að nota líkan af flutningskerfi raforku á Íslandi frá Landsneti og framkvæma hermanir í PSS/E til finna þá lausn á staðsetningu spóla og dreifingu á útjöfnun sem gæfi sem lengstan jarðstreng, skoða áhrif á lengd strengs ef óskgildi spennu á vélunum á Suðurlandi væri lækkað og nota kvikar hermanir til að skoða hvernig kerfið bregst við að vera spennusett fyrir tillögurnar sem komu úr fyrri hlutum rannsóknarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    The transmission system in Iceland needs to be re-enforced to fulfill projected demand and be able to handle unexpected failures. There is a proposal in Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 to install a line over the highlands and strengthen the transmission system in the north of Iceland. This line is called Hálendislína (HLL) and connects the transmission system in the north to the south over a distance of 200 km with a 50 km underground cable (UGC). The idea of this research came from the question whether using a model of the Icelandic transmission system to examine the effect of HLL on the system would confirmLandsnet’sresultsthattheUGCislimitedto50km. UGCshighcapacitancelimit their length. They produce a lot of reactive power which needs to be compensated to prevent a voltage rise at the open end during energization. In this research the maximum length of an UGC as part of HLL is simulated when the voltage is lower than 1,1 pu in the line and voltage step is below 5% at energization. A base model of the Icelandic transmission system from Landsnet was used in PSS/E simulations to find the optimal placement of shunt reactors and division of compensation that gave the longest UGC, look at the effects on the UGC’s length if the scheduled voltage on the machines in the south of Iceland was lowered. Then a dynamic simulation was performed to determine the viability of energization for the resulting models in the first parts of this research.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33428


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining á mögulegum lengdum jarðstrengs á Hálendislínu.pdf2.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_aevargunnar.jpeg522.12 kBLokaðurYfirlýsingJPG