is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33429

Titill: 
 • Geislaskammtar í skyggnirannsóknum á stofu 1, röntgendeild á Landspítalanum við Hringbraut
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur skyggnirannsóknarinnar er ekki aðeins að skoða líffærin heldur einnig það sem er mikilvægara, hreyfingu líffæranna og hreyfingu skuggaefnis í æðum og líffærum sem gefur okkur hagnýtar upplýsingar um virkni. Geislaskammtur jónandi geislunar í efni er skilgreindur sem meðalorkuaukning efnis á massaeiningu vegna jónandi geislunar. Hann hefur SI eininguna Gy, eða J/kg. Flatargeislun er mælistærð sem endurspeglar ekki aðeins skammtinn heldur einnig rúmmál vefja sem verið er að geisla. Hún er skilgreind sem margfeldi geislaskammts í lofti og stærð geislaðs sviðs.
  Markmið rannsóknarinnar var að safna upplýsingum um geislaskammta í skyggnirannsóknum á stofu 1, röntgendeild á Landspítalanum við Hringbraut og bera geislaskammtana saman við landsviðmið í Evrópu og öðrum niðurstöðum. Rannsóknin er gæðaverkefni fyrir Landspítalann.
  Söfnuð gögn voru tegund rannsókna, dagsetning rannsóknar, fjöldi mynda, heildarflatargeislun (total DAP), kyn og aldur. Rannsóknarþýðið innhélt alla þá sem komu í skyggnirannsókn á rannsóknartímabilinu. Alls voru 194 rannsóknir, 143 rannsóknir hjá fullorðnum og 51 rannsókn hjá börnum. Sjö rannsóknir voru ekki með neina skráða flatargeislun og voru þær rannsóknir því teknar til hliðar.
  Meðalgeislaskammtur var reiknaður fyrir þær rannsóknir sem fleiri en fimm sjúklingar höfðu farið í á tímabilinu, það voru: talmeinafræðilegar rannsóknir (896,6 mGycm2), defecography (9.129,9 mGycm2), HSG (4.538,4 mGycm2), peylography (8.392,2 mGycm2), þvagfærayfirlit (1.405,4 mGycm2), picc línur (3.246,3 mGycm2) og vélinda (9.296,2 mGycm2).
  Meðalgeislaskammtur var reiknaður fyrir passage hjá börnum (219,6 mGycm2). Hæsta og lægsta gildi flatargeislunar var reiknað fyrir rannsóknir hjá börnum á tímabilinu, það voru: MCUG, vélinda, vélinda og magi, ristill, kviðarholsyfirlit, anography, magasonduísetning, picc línur, talmeinafræðilegar rannsóknir, defecography og pyelography.
  Almennt er erfitt að meta meðalgeislaskammt við aðrar rannsóknir og skýrslur vegna of fárra rannsókna á röntgendeildinni á Landspítalanum við Hringbraut. Meðalgeislaskammtur hjá fullorðnum er yfirleitt undir viðmiðunargeislaskammti í öðrum rannsóknum og skýrslum. Meðalgeislaskammtur hjá börnum er töluvert hærri en viðmiðunargeislaskammtur í RP N° 185.

Samþykkt: 
 • 3.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_irenasylva_final.pdf654.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_skemma.pdf631.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF