is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3343

Titill: 
  • Spálíkan fyrir úrslit leikja í íslensku knattspyrnunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ekki kemur á óvart að niðurstöður gefa til kynna að nýlegri úrslit hafa meira að segja um núverandi styrkleika liða en eldri úrslit þeirra. Einnig skiptir máli í hvaða deildum lið hafa leikið á undangengnum tímabilum áður en það kemur að sérhverjum leik. Því betri deild sem lið hafa leikið í, því meiri reynist núverandi styrkleiki liða. Hins vegar kemur á óvart að hvatning heimaliða til að standa sig vel virðist ekki fara dvínandi þegar leikir skipta ekki lengur máli fyrir þau, sérstaklega í ljósi þess að hún fer dvínandi þegar hið öfuga á sér stað, þ.e.a.s. þegar leikir skipta ekki lengur máli fyrir útilið. Niðurstöður gefa einnig til kynna að úrslit úr íslensku knattspyrnunni eru fyrirsjáanlegri en úr þeirri ensku þar sem spágeta sama líkans er betri fyrir leiki hérlendis. Aftur á móti nær líkanið ekki að spá jafn vel fyrir um úrslit íslensku leikjanna eins og eini veðbanki landsins, Lengjan, nær að gera. Þó reynist sáralítill munur á þessum spám. Ómögulegt er því að tryggja sér áhættulausan gróða með þessu spálíkani.

Samþykkt: 
  • 6.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragi_Bragason_fixed.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna