en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33441

Title: 
  • Title is in Icelandic Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Creatures of Habit Scale og Habit Index of Negative Thinking
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika sjálfsmatskvarðanna Habit Index of Negative Thinking og Creatures of Habit Scale í íslenskri þýðingu. Báðir kvarðanir mæla vanabundna eiginleika, sá fyrri metur vanabundnar neikvæðar sjálfshugsanir og hinn síðari vanabundna eiginleika daglegra athafna sem einkennast af rútínu og sjálfvirkni. Eins var athugað hvort vanabundnir eiginleikar veiti forspá um kvíða- og þunglyndiseinkenni umfram neikvætt innihald hugsana. Alls 340 háskólanemar tóku þátt, 241 konur, 95 karlar og fjórir sem tilgreindu ekki kyn sitt. Meðalaldur úrtaksins var 22,8 ár. Þátttakendur svöruðu sjö sjálfsmatskvörðum í heimsókn til rannsakenda. Þáttagreining gaf til kynna að Creatures of Habit Scale skiptist í tvo undirþætti sem einkennast af rútínu og sjálfvirkni og áreiðanleiki þáttanna var viðunandi. Þáttagreining á Habit Index of Negative Thinking studdi eins þátta líkan sem endurspeglar vanabundnar neikvæðar sjálfshugsanir. Áreiðanleiki þáttarins var mjög góður. Sjálfsmatskvarðanir hafa viðunandi próffræðilega eiginleika til notkunar í íslensku þýði. Niðurstöður sýndu að vanabundnar neikvæðar sjálfshugsanir veita forspá um kvíða- og þunglyndiseinkenni umfram neikvætt innihald hugsana en rútína og sjálfvirkni höfðu ekki slík áhrif. Það bendir til þess að það að hve miklu leyti neikvæðar hugsanir eru vanabundnar hefur áhrif á skaðlega framvindu umfram neikvætt innihald þeirra.

Accepted: 
  • Jun 3, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33441


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_verkefni_lokaskil_Bergrún_Snæbjört.pdf400.88 kBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing.pdf283.99 kBLockedYfirlýsingPDF