is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33442

Titill: 
  • Hugsanaskekkjur, ályktanavillur og notkun fortalna í þjóðfélagsumræðu. Innihaldsgreining á blaðaumfjöllun um Norðlingaölduveitu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nálægt miðju Íslands eru Þjórsárver. Gróðurfarslega, landfræðilega og vistfræðilega eru Þjórsárver eitt merkilegasta svæði landsins. Áratugum saman hefur verið deilt um hvort eigi að reisa þar Norðlingaölduveitu. Í þessari rannsókn verður innihaldsgreiningu beitt til þess að rannsaka fjölmiðlaumfjöllun um Norðlingaölduveitu á árunum 2001-2006. Innihaldsgreining er rannsóknaraðferð sem byggist á því að umfjöllun er kerfisbundið skráð og flokkuð. Leitað var að orðinu Norðlingaölduveita á tímarit.is. Úrtak rannsókarinnar samanstóð af 17 atriðum úr Fréttablaðinu og 51 atriði úr Morgunblaðinu eða 68 atriðum samtals. Allur texti sem úrtak rannsóknarinnar innihélt var þaullesin með það að markmiði að túlka fjölmiðlaumræðu hans í út frá félagssálfræðilegum kenningum. Sérstaklega var leitað eftir dæmum um mann-og náttúruhverf sjónarmið, viðhorf, fortölur, réttlætingu á kerfinu og leiðsagnarreglur. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að í umræðu um Norðlingaölduveitu var fernt áberandi; markmiðadrifin hugsun, ágreiningur mannhverfra og náttúruhverfra sjónarmiða, viðhorf voru sterk og langlíf og að flakkað var á milli jaðar og kjarnaleiðar þegar fólk færði rök fyrir máli sínu. Auk þess voru fjölmörg dæmi um sokkinn kostnað og grænþvott. Einnig komu fyrir í umræðunni dæmi um aðrar leiðsagnarreglur og fortölur.

  • Útdráttur er á ensku

    Near the center of Iceland is an area called Þjórsárver. Geographically and ecologically, Þjórsárver is one of the most remarkable areas in the country. For decades, there has been a dispute as to whether to build Norðlingaalda reservoir there. In this study, content analysis will be conducted to study the media coverage of Norðlingalda reservoir during the years 2001-2006. Content analysis i s a research method based on the systematic recording and classification of coverage. The word Norðlingaölduveita was searched for at tímarit.is. A sample of the study consisted of 17 items from Fréttablaðið and 51 items from Morgunblaðið or 68 items in total. All the text contained in the study was carefully read to interpret media discussion based on social psychology. Particular attention was paid to examples of anthropocentrism and ethnocentrism, attitudes, persuasion, system justification and heuristics. The results of the study showed that in the debate about Norðlingaölduveita, four of those were prominent; Motivated reasoning, constant battle between anthropocentrism and ethnocentrism, attitudes were strong and long-lived, and migration between the central route and the peripheral route to persuasion. In addition, there were numerous examples of sunk costs and green washing. There was also a discussion of system justification, optimism bias and the anchoring bias

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf993.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg57.23 kBLokaðurYfirlýsingJPG