is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33444

Titill: 
  • Skimunareiginleikar Tilfinningalistans (RCADS) hjá börnum á aldrinum 8 - 18 ára. Klínískt úrtak frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áður en börn og unglingar eru send í ítarlegt greiningarviðtal hjá fagaðilum getur verið gott að skima fyrir þeim helstu geðröskunum sem grunur leikur á að séu til staðar. Þannig má spara dýrmætan tíma og fjármagn auk þess að draga úr óþarfa þjáningu með því að halda misvísunum í lágmarki. Tilfinningalistinn (The Revised Child Anxiety and Depression Scale) er skimunarlisti sem skimar fyrir kvíða, áráttu og þráhyggjuröskun og þunglyndi hjá börnum og er til í foreldra- og sjálfsmatsútgáfu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skimunareiginleika listans á klínísku úrtaki frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Litlu Kvíðameðferðarstofunni. Börn og foreldrar þeirra fylltu út spurningalistann áður en þau komu í hálfstaðlað greiningarviðtal. Þátttakendur voru 64 börn og unglingar á aldrinum 8-18 ára ásamt foreldrum eða forráðamönnum sínum. Skimunareiginleikar Tilfinningalistans fengust með ROC greiningu á svörum þátttakenda. Hlutfall undir svæði var á bilinu 0,71-0,88 fyrir alla kvarða listans að undanskildum kvörðum almennrar kvíðaröskunar (GAD) og áráttu- og þráhyggjuröskunar (OCD) á sjálfsmatinu þar sem mælingar voru ekki marktækar. Þá var kannað hvort foreldralistinn bætti einhverjum upplýsingum við sjálfsmatið og öfugt. Niðurstöður rannsóknar sýndu að foreldralistinn bætti markvert við alla kvarða listans nema OCD og GAD. Sjálfsmat barna bætti einungis við upplýsingum á kvarða þunglyndis, felmtursröskunar, almennrar kvíðaröskunar og félagskvíða. Þá voru foreldrar í flestum tilfellum betri matsmenn á kvíða og áráttu- og þráhyggjueinkenni barnanna sinna en börnin sjálf. Þegar kom að því að meta þunglyndi, félagskvíða og aðskilnaðarkvíða voru börn og foreldrar svipað góðir matsmenn.

  • Útdráttur er á ensku

    Screening for the most common psychological illnesses for children and adolescents before administrating a structured standardized diagnostic interview can be beneficial. By keeping false referrals to thorough and time-consuming interviews at the bare minimum, suffering can be reduced while valuable time and money can also be saved. The Revised Child Anxiety and Depression Scale (RCADS) is a 47-item questionnaire that measures symptoms of anxiety, depression and obsessive and compulsive disorder in children aged 8-18 years old. The questionnaire comes in form of child-version (self-report) and parent version. Purpose of the research was to assess the screening efficiency of the questionnaire in a clinical sample from the youth psychiatric ward at the University Hospital in Iceland (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans BUGL) and from the Anxiety Centre for Children, Adolescents and Young Adults (Litla KMS). Children and their parents answered RCADS before attending a semistructured standardized diagnostic interview. Participants were 64 children and adolescents 8 to 18 years old and their parent or guardian. ROC analysis was used to determine the screening efficiency of RCADS. Area under the curve was between .71 and .88 for all scales and subscales of RCADS a part from the subscale of separational anxiety disorder (SAD) and obsessive compulsive disorder (OCD) on the child-version. Contribution of each questionnaire to the full model was then checked, first we added parent information to the child information and vice versa. Results showed that the parent version added significantly to the self-report on all scales and subscales except on OCD and generalized anxiety disorder (GAD). The self-report only added information to the subscales of depression, panic disorder, social anxiety disorder and GAD. In most cases parents were more reliable informants for assessment of symptoms of anxiety and obsessive compulsive disorder. However when assessing depression, social anxiety and separational anxiety disorder children tend to be just as good informants as their parents.

Samþykkt: 
  • 3.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Friðrik Már Ævarsson.pdf571.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing utfyllt2.pdf299.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF