en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/3344

Title: 
  • Title is in Icelandic Pappír sem ritfang. Yfirtaka pappírs á Íslandi á 16. og 17. öld
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Pappírsframleiðsla í Evrópu hófst á Ítalíu á síðari hluta 13. aldar og breiddist smám saman út til annarra landa álfunnar. Fyrst um sinn var pappír einungis notaður til bréfaskrifa og sem efniviður í ýmiss skjöl og tilkynningar. Hann var mun lengur að festa sig í sessi sem efniviður í handrit, sérstaklega þar sem skinnhandritahefðin var sterk, eins og í Frakklandi og á Ítalíu. Pappír var orðinn algengur efniviður til skrifta á Norðurlöndum á 15. öld og enn algengari á 16. öld. Á tímabilinu 1500-1570 voru um 40% allra norskra bréfa skrifuð á pappír og árið 1511 voru pappírsbréf 65% allra danskra bréfa.
    Í rannsókninni sem hér fer á eftir fólst athugun á öllum bréfum sem skráð eru í Íslenskt fornbréfasafn, auk athugunar á íslenskum handritum í safni Árna Magnússonar, handritum sem varðveitt eru á Landsbókasafni og ýmsum öðrum íslenskum handritum sem geymd eru hér heima og erlendis. Þessi athugun var gerð til að komast að því hvenær Íslendingar byrjuðu að skrifa á pappír, hverjir skrifuðu fyrstu pappírsbréfin og handritin auk fleiri þátta. Niðurstaðan leiddi í ljós að pappírsbréf skrifuð fyrir árið 1540 eru sjö talsins, sem er mjög lítið hlutfall af heildarfjölda bréfa. Frá 1501-1540 eru pappírsbréf 0-2% allra bréfa. Frá 1541-50 eru þau 19% og frá 1551-60 eru þau 29%. Frá 1561-70 fækkar þeim síðan í 12% allra bréfa þessa tímabils sem vitað er hvort skrifuð voru á skinn eða pappír. Meðalfjöldi pappírsbréfa áranna 1501-70 er 12%. Ljóst er að árið 1570 var pappír langt frá því að taka yfir sem helsta ritfang Íslendinga. Niðurstaða handritarannsóknarinnar var áþekk. Frá 1501-1550 eru varðveitt tvö pappírshandrit. Frá 1551-1600 eru varðveitt alls 67 pappírshandrit sem er 33% af öllum handritum þessa tímabils. Frá 1551-80 eru pappírshandritin tólf en 55 talsins frá 1581-1600. Það gefur til kynna að pappír hafi tekið yfir sem helsta ritfang Íslendinga á síðustu tveimur áratugum 16. aldar. Eftir árið 1600 eru skinnhandrit svo gott sem horfin. Íslendingar voru því seinir að tileinka sér notkun pappírs miðað við aðrar Evrópuþjóðir, á því eru nokkrar ástæður: Hér voru fáir sem skrifuðu, hér var engin borgarmenning eða háskólar og því ekki markaður fyrir ódýrar pappírsbækur. Pappír var dýr þar sem flytja þurfti hann inn, skinn hefur því lengi verið hagkvæmari kostur og framleiðsla hans innanlands hefur fullnægt þörf Íslendinga fyrir efnivið til skrifta.

Accepted: 
  • Oct 6, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3344


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Arna_Bjork_Stefansdottir_fixed.pdf1.38 MBOpenHeildartextiPDFView/Open