is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33452

Titill: 
  • Sjónbörkurinn: Yfirlit rannsókna í sögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjónbörkurinn er staðsettur í hnakkablaði og sér um úrvinnslu sjónrænna upplýsinga. Sjónrænar upplýsingar fara í gegnum ýmis heilasvæði, þar sem mismunandi úrvinnsla þeirra fer fram. Mikilvægustu heilasvæðin fyrir sjón eru hliðlægt hnélíki í stúku, frumsjónbörkurinn og ytri rákabörkur. Fræðimenn sem hafa lagt mikið af mörkum til rannsókna á sjónberkinum eru Hubel, Wiesel og Margaret Livingstone. Hubel og Wiesel uppgötvuðu að viðtakasvæði hnoðfrumna í heilaberki væru ílöng og að í frumsjónberki væru mismunandi tegundir af frumum, sem skiptast í dálka. Livingstone lýsti litnæmum blettum í sjónberki og rannsakaði hvernig sjónskynjun hefði áhrif á upplifun á myndlist. Heilaskaði hefur gefið rannsakendum mikilvægar upplýsingar um virkni ýmissa heilasvæða, en skemmd svæði gefa vísbendingar um staðbundna virkni. Sveigjanleiki heilans er hæfileiki hans til að aðlagast og breytast með reynslu. Hagnýting sveigjanleika er mikilvæg til þess að bæta líf einstaklinga með sjónskerðingu. Í þessari ritgerð verður farið yfir rannsóknir á sjónberki, með tilliti til sögulegs samhengis.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjónbörkurinn-yfirlit-rannsókna-í-sögulegu-samhengi.pdf385.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf258.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF