Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33454
Bakgrunnur: Brunaslys geta haft mjög alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Rúmlega 30 einstaklingar leggjast árlega inn á Landspítala vegna brunaáverka. Enginn formlegur stuðningur stendur þeim eða aðstandendum þeirra til boða eftir útskrift og líðan þeirra og lífsgæði hafa ekki verið könnuð. Í tengslum við undirbúning rannsóknar á langtímaáhrifum brunaáverka á heilsu fullorðinna einstaklinga var þörf á að útbúa spurningalista.
Markmið með þessu verkefni er þríþætt: 1) Að þýða mælitækið Burn Specific Health Scale – Brief (BSHS-B) yfir á íslensku, 2) Að þróa og velja viðbótar- og bakgrunnsspurningar í spurningalistann og 3) Að forprófa spurningalistann í heild sinni.
Aðferð: Þýðing á mælitækinu var gerð samkvæmt leiðbeiningum MAPI-rannsóknarstofnunarinnar. Viðbótarspurningar sem voru þróaðar byggðu á fræðilegu efni og klínískri reynslu rannsakenda. Mælitækið ásamt viðbótar- og bakgrunnsspurningum var lagt fyrir rýnihóp sem samanstóð af fjórum heilbrigðisstarfsmönnum og tveimur fyrrum brunasjúklingum. Að lokum var spurningalistinn í heild sinni forprófaður af tíu einstaklingum sem hlotið höfðu brunaáverka. Gögnin voru innihaldsgreind.
Niðurstöður: Við frumþýðingu og bakþýðingu mælitækisins BSHS-B komu í ljós fáar hindranir tengdar því að þýða sértækt efni milli tungumála. Samanburður á frumtexta við bakþýðingu kom að mestu vel út en þörf var á að breyta orðalagi nokkurra spurninga til að mæta tilgangi fyrirhugaðrar rannsóknar. Rýnihópurinn kom með hugmyndir um mikilvægar spurningar er vörðuðu m.a. líkamsímynd og var þeim bætt við spurningalistann. Forprófun leiddi í ljós að spurningalistinn var hæfilega langur, auðvelt var að svara honum og flestar athugasemdir þátttakenda sneru að orðalagi og svarmöguleikum spurninganna.
Ályktun: Íslensk útgáfa BSHS-B mælitækisins, Líðan og lífsgæði einstaklinga með brunaáverka ásamt viðbótar- og bakgrunnspurningum er tilbúin til prófunar í stærra úrtaki.
Lykilorð: Bruni, BSHS-B, forprófun, lífsgæði, mælitæki, rýnihópur, spurningalisti
Background: Burn injuries can have grave consequences, not only physical but also mental and social. More than 30 individuals are admitted to the Landspítali National University Hospital each year with burn injuries. No formal support is available to them or their families after discharge, and their wellbeing and quality of life have not been studied. In the preparation of a study of long-term effects of burn injuries on adults, it was necessary to prepare a questionnaire.
The objective of the project is threefold: 1) To translate the Burn Specific Health Scale – Brief (BSHS-B) into Icelandic, 2) To develop and select additional and background questions for the questionnaire and 3) To make a pre-test of the questionnaire as a whole.
Method: The translation of the tool was made according to the guidelines of the MAPI Research Trust. Additional questions were created, based on literature review and clinical experience. The BSHS-B was submitted, together with additional questions, to a focus group comprising four health professionals and two patients. Finally, the questionnaire was pre-tested on ten burn survivors. The resulting data were then content analysed.
Findings: The translation and back-translation of the tool BSHS-B revealed few obstacles relating to translation of specialised material between languages. A comparison of the back-translation with the original text was mainly favourable, but it proved necessary to alter the wording of some questions in order to meet the requirements of the planned study. The focus group suggested important questions regarding e.g. body image, and these were added to the questionnaire. The pre-test revealed that the length of the questionnaire was appropriate, and that it was easy to answer; most of the comments from participants referred to the wording of questions and the response options.
Conclusions: The Icelandic-language version of the BSHS-B, with additional and background questions is ready for testing in a larger sample.
Keywords: Burn, BSHS-B, instruments, focus group, questionnaire, pre-test, quality of life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS verkefni - Vigdís Friðriksdóttir - skil í skemmuna.pdf | 2,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skil í skemmuna.pdf | 418,5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |