is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33460

Titill: 
  • Endurteknar tilreiknanir á töpuðum gildum í mælitækinu PG-13 sem metur langvarandi sorgarröskun
  • Titill er á ensku Multiple imputation for missing data in the Prolonged Grief (PG-13) diagnostic tool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Langvarandi sorgarröskun er skilgreind sem þrálátt sorgarviðbragð í kjölfar andláts ástvinar sem staðið hefur yfir lengur en í sex mánuði og valdið marktækri skerðingu á virkni einstaklings. Í svörun á spurningalistum eins og Prolonged Grief-13 (PG-13) er algengt að svör við einstaka spurningum vanti hjá þátttakendum. Ein aðferð við að meðhöndla töpuð gildi eru endurteknar tilreiknanir. Sú aðferð reiknar með óvissunni er felst í þeim upplýsingunum sem tapast. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að framkvæma endurteknar tilreiknanir á töpuðum gildum í niðurstöðum PG-13 spurningalistans sem metur einkenni langvarandi sorgar. Þátttakendur voru 21.288 konur á aldrinum 18-69 ára (meðalaldur 43,6 ár) sem höfðu tekið þátt í rannsókninni Áfallasögu kvenna í nóvember 2018. Bakgrunnsupplýsingum var safnað með rafrænum spurningalista, auk upplýsingum um ástvinamissi og einkenni langvarandi sorgar (PG-13 listinn). Hlutfall tapaðra gilda í niðurstöðum PG-13 listans var 1,56% og endurteknar tilreiknanir voru notaðar til að fylla inn í gildin. Trúverðugleiki tilreiknuðu gildanna var athugaður með því að bera niðurstöður úr Poisson greiningu á raungildunum saman við niðurstöður á tilreiknuðu gagnasöfnunum. Áhættuhlutfall með 95% öryggisbili var notað. Niðurstöður poisson greiningana voru nokkuð sambærilegar.

  • Útdráttur er á ensku

    Prolonged grief disorder is defined as a pervasive and persistent grief response following the death of a loved one, lasting for more than six months and causing significant impairment of functioning. In questionnaire data, missing values can be common and one approach to handling missing values is multiple imputations. The method factors in the inherit uncertainty caused by the missing values. The main aim of this study was applying multiple imputations of missing values on items on the prolonged grief (PG-13) questionnaire. Participants were 21,288 women aged 18-69 years old (mean age 43.6) who had participated in the Saga Cohort in November 2018. Background characteristic, history of loss of a loved one and prolonged grief symptoms (PG-13) were assessed with a questionnaire. Missing values on the PG-13 results were 1.56% and multiple imputations were used to correct for those values. The plausibility of the imputed values was assessed by a Poisson regression. Relative risk and 95% confidence intervals were calculated. The results of the Poisson regression were similar for both the incomplete and the pooled completed data sets.

Samþykkt: 
  • 4.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf2.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Jun 03 2019.pdf368.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF