Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33461
Hugnæmi (e.cognitive reactivity) og þunglyndisþankar (e.rumination) eru
hugrænir næmisþættir fyrir upphaf og þróun þunglyndis. Þunglyndisþankar eru hugsanastíll þar sem hugsað er endurtekið um eigin vanlíðan án lausnar á vandanum. Hugnæmi er hins vegar neikvæðar hugsanir sem virkjast við vanlíðan. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl næmisþáttanna við hvorn annan, tengsl þeirra við kvíða og þunglyndi og hvort fyrrum þunglyndir væru með meira af næmisþáttunum en þeir sem áttu sér enga sögu um þunglyndi. LEIDS sjálfsmatskvarðinn var notaður til að meta hugnæmi og RRS kvarðinn til að meta þunglyndisþanka. Þunglyndiskvarði Becks (BDI-II) var notaður til að mæla þunglyndi og Kvíðakvarði Becks (BAI) til að meta kvíðaeinkenni.
Þátttakendur voru 111, á aldrinum 18-65 ára. Hópurinn sem átti sögu um þrjár eða fleiri þunglyndislotur (tilraunahópur) samanstóð af 63 þátttakendum en hópurinn sem átti sér enga sögu um þunglyndi (samanburðarhópur) innihélt 48 þátttakendur. Niðurstöður sýndu að þeir sem áttu sögu um fleiri en þrjár þunglyndislotur höfðu meira hugnæmi og þunglyndisþanka en þeir sem áttu enga sögu um þunglyndi. Jákvæð fylgni mældist milli hugnæmis og þunglyndisþanka og þunglyndi og kvíði höfðu svipaða jákvæða fylgni við næmisþættina þegar hóparnir voru skoðaðir í sameiningu (tilrauna- og samanburðarhópur). Þegar tengsl kvíða og þunglyndis voru skoðuð við næmisþættina eftir hópum minnkuðu tengslin og urðu sterkari hjá þeim sem áttu enga sögu um þunglyndi.
Þrjár af fjórum tilgátum voru því studdar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
lokaútgáfa-28.5.-2019-tilbúið-fyrir-skil - Ragnar (1) (2).pdf | 376.15 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Doc Jun 03 2019.pdf | 473.78 kB | Locked | Yfirlýsing |