Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3347
Erlendar rannsóknir sýna að það er atgervisflótti úr stétt grunnskólakennara og hefur hann verið viðvarandi í um tvo áratugi. Orsakir brotthvarfs kennara úr starfi reynast einkum af þrennum toga, þ.e. lágum launum, ófullnægjandi starfsumhverfi og almennum skorti á virðingu fyrir starfi grunnskólakennara. Eftirfarandi rannsóknar-spurningar voru settar fram. Hvað veldur flótta grunnskólakennara úr stéttinni? Er flóttinn aðeins eðlileg starfsmannavelta eða er hægt að tala um atgervisflótta úr stéttinni og hvað þarf að gera til að halda reyndum kennurum í starfi og draga þannig úr eftirspurn eftir fagmenntuðum kennurum?
Sett var upp eigindleg rannsókn sem byggðist á viðtölum við 10 fyrrverandi grunnskólakennara. Unnið var úr viðtölunum með því að greina þau í fjögur megin þemu: Áhuga, álag, umbun og viðhorf. Úrvinnslan er síðan notuð til að svara rannsóknarspurningum og niðurstaðan borin saman við erlendar rannsóknir. Niðurstaðan er sú að atgervisflótti er til staðar meðal íslenskra grunnskólakennara og eru forsendur svipaðar og fram kemur í þeim erlendu rannsóknum sem kannaðar voru. Ekki verður séð að sá mannauður sem fólginn er í burtflognum kennurum verði auðveldlega sóttur aftur til starfa þar sem skólayfirvöld hafa hvorki sýnt áhuga né vilja til að bæta úr þeim ágöllum á kennarastarfinu sem valdið hefur atgervisflótta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Freyja_Sigmundsdottir_fixed.pdf | 626,22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |