is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33470

Titill: 
 • Breytingar á mjöltum og afurðum í kúabúskap frá handmjöltum til mjaltaþjóna á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Frá því sögur hófust hafa mjólkurkýr verið hluti af íslensku samfélagi. Í gegnum aldanna rás hefur margt breyst og þróun orðið á langflestum sviðum í mjólkurframleiðslu. Í sjálfsþurftarbúskap voru afurðir kúnna vel metnar og aðferðum beitt við vinnslu hennar sem þekkjast ekki lengur í dag. Úr mjólkinni var hægt að búa til nokkrar afurðir og voru hendurnar oftar en ekki eina aflið. Tækniþróun varð til þess að handmjaltir urðu barn síns tíma á Íslandi.
  Á öðrum áratug 20. aldar kom fyrsta vélknúna mjaltavélin til Íslands. Vélfötukerfið er vélknúið mjaltakerfi, með mótor og sogdælu. Spenahylki er komið fyrir á hvern og einn spena, þrýstingsmunur verður til þess að mjólkin rennur úr spenanum í gegnum lagnir og endar í fötu. Rörmjaltakerfið hefur gríðarlega svipaða virkni, nema mjólkin fer með lögnunum í mjólkurtank, en ekki í mjólkurfötu. Rörmjaltakerfið er sú mjaltatækni sem mest hefur verið notuð hér á landi, með 83,4% hlutfall af öllum mjaltakerfum árið 1997. Með áframhaldandi þróun fóru mjaltabásar að verða algengari og óx hlutfall þeirra til ársins 2011. Þeim fór svo að fækka aftur árið 2013. Í dag eru nokkur kerfi í notkun á Íslandi og nýjasta viðbótin er mjaltaþjónar. Mjaltaþjónar er mjaltatækni sem verður algengari með hverju árinu og nú þarf bóndinn ekki lengur að vera viðstaddur mjaltir hjá hverri og einni kú. Mjaltaþjónar gefa því bóndanum meira frelsi í vinnubrögðum og geta kýrnar farið hvenær sem er sólarhrings í mjaltir. Árið 2017 var hlutfall mjaltaþjóna 31,4% af öllum mjaltakerfum í notkun á landinu sem er mikil aukning þar sem hlutfallið var 1,3% árið 2003.
  Kýrnar eru engin undantekning þegar kemur að þróun og framförum í mjólkurframleiðslunni, þar sem nyt þeirra hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Á 18. og 19. öld var nyt kúnna mæld í pottum og var meðal ársnyt kúnna yfirleitt í kringum 2.000 potta sem samsvarar 2.059 kg. Einstaka kýr mjólkuðu meira og í lok 19. aldar var meðal ársnyt íslenskra kúa 2.200 pottar (2.265 kg). Mjólkurframleiðendum fer að fækka á 20. öldinni og á sama tíma fór nyt kúnna vaxandi. Árið 1970 voru yfir 3.500 bú sem lögðu inn mjólk með meðal ársnyt undir 3.000 kg. Í lok 20. aldar voru mjólkurframleiðendur rúmlega 1.000 með meðal ársnyt yfir 3.900 kg. Mjólkurframleiðendum hélt áfram að fækka og í dag er öldin önnur frá því sem var, þar sem eftir eru 556 bú sem leggja inn mjólk með meðal ársnyt upp á 6.275 kg 2018.
  Upphaf mjólkur- og rjómabúa var í byrjun 20. aldar þegar fyrsta mjólkurbúið var stofnað í Hrunamannahrepp. Ákveðin bylgja fór af stað og voru mjólkurbú, rjómabú og mjólkurbúðir stofnaðar víðs vegar. Smjör, rjómi, ostur, skyr og sýra voru meðal mjólkurafurða fyrst um sinn en mjólkurmarkaðurinn hefur þróast gríðarlega og er nú fjöldinn allur af mjólkurafurðum til sem hægt er að nálgast í hvaða matvörubúð sem er.
  Gæðakröfur á mjólk verða sífellt strangari frá því sem áður var. Fyrsta skrefið var stigið árið 1921, þegar gerilsneyðing mjólkur kom til sögunnar. Hún varð þó ekki að lögum fyrr en árið 1934. Rannsóknarstofa var sett upp af Mjólkursamsölunni sem rannsakaði mjólkursýni frá árinu 1935. Með árunum varð rannsóknarstofan sameinuð opinberu matvælaeftirliti og héraðslæknar sáu um rannsóknirnar, seinna tóku svo dýralæknar við þessu embætti. Í dag er gæðaeftirlit strangt og rannsóknir framkvæmdar á flestum sviðum framleiðslunnar, frá spena til fernu.

Samþykkt: 
 • 4.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.Ritgerð_AlexandraGardarsdottir.pdf832.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna